Eimreiðin - 01.07.1930, Qupperneq 22
230
ÞÝZK SKÁLD
eimreiðin
anda manns. Hið innra nagaði íhyglin rætur lífsmeiðsins.
Thomas var fjarri því að vera heill maður. Ótti, kvíði, efa-
semdir, áhyggjur settust að í sál hans, viljinn lamaðist, lífs-
magnið fjaraði út. Thomas sýktist meir og meir, misti trúna
á starfi sínu og sjálfum sér. Hröðum skrefum gengur alt
niður á við: ættin og verzlunin fá hvern skellinn af öðrum.
Christian bróðir hans er sannnefndur umskiftingur. Hann á
að sumu leyti listamannshæfileika, en vantar andann, neistann.
Hann er leikari, hermikráka, á sterka ævintýraþrá, hefur fyrir-
litningu á verzlun, getur ekki bundið sig við neitt ákveðið
starf, á ekkert viljaþrek. Taugakerfi hans er alt í ólagi, allar
taugarnar styttri öðru megin, segir hann sjálfur. Hann braut
mjög heilann um sjálfan sig og sjúkdóm sinn. Að lokum
lendir hann á geðveikrahæli. Nokkrum sinnum eru bræðurnir
látnir leiða saman hesta sína, og Thomas er ekki svo sterkur
á svellinu, að hann gangi jafnan með sigur af hólmi. Kona
Thomasar er mjög hneigð fyrir söng og hljóðfæraslátt, lifði
meira í ríki tónanna en með manni sínum. Hún óx aldrei inn
í ættina. Sonur þeirra, Hanno, var mjög veikbygður, allur á
sviði hljómlistarinnar, hafði ýmigust á veruleikanum og þoldi
hann ekki. Það kom ekki til mála, að hann tæki við verzl-
uninni, og þar sem faðir hans komst þó á fullorðins aldur,
andaðist Hanno þegar í æsku. Þannig dó út karlleggur ætt-
arinnar, og verzlunin komst í annara hendur.
Orsakirnar til hnignunar ættarinnar eru ekki raktar lið fyrir
lið. Þær liggja dýpra en svo, að mannleg skynsemi fái skilið
þær til fulls: Það eru örlög. En þegar líður á söguna heyra
menn alstaðar rödd lífsins sjálfs, finna að frásögnin er í öll-
um atriðum sönn: jafn eðlileg, jafn dularfull og lífið sjálft.
Hnignunin lýsir sér einkum í því, að hugurinn snýst meira
inn á við, frá umheiminum að manninum sjálfum. Það er og
eins og fari fram aðgreining líkams- og sálarkrafta og veiki
þrótt hvorstveggja. Fjörið fjarar út, viljamagnið lamast við það,
að skilningur eykst. Hið ytra kemur hnignunin fram í því, að
aldur einstaklinganna styttist, líkamsbygging verður smágerð-
ari, veikari, taugakerfið sýkist. Persónurnar líða lengra og
lengra inn í hugarheim, verða sálrænni, hneigðari fyrir skáld-
skap og hljómlist, unz þær að lokum eru ekki lengur hæfar