Eimreiðin - 01.07.1930, Síða 23
eimreiðin
ÞYZK SKÁLD
231
fil að lifa jarðnesku lífi, veruleikinn verður þeim of napur
og kaldur.
Buddenbrooks er fremur öllum öðrum sögum eftir Thomas
Mann vaxin upp eins og vallarblóm, sprottin eðlilega, ósjálf-
fátt í sál skáldsins. Vfir höfuð sýnir hún upplausn borgara-
iegrar hamingju, borgaramenningar, við það, að hneigð fyrir
skáldskap og list ryður sér þar til rúms. I þeim sögum
Manns, sem meir eru hugsaðar, bygðar upp, koma andstæð-
urnar: borgaramenning — listir, borgari — listamaður, enn
skýrar í ljós. Því lengra sem á líður því meira fanga þær
hug hans. Þær endurspeglast í öllum sögum hans. Borgarinn
er ímynd heilbrigði og lífs, listamaðurinn, skáldið, ímynd
sjúkdóms og dauða. í síðustu sögu sinni, Der Zauberberg,
virðist hann hafa ætlað að láta höfuðpersónuna vaxa og
þroskast handan við heilbrigði og sjúkdóm. En sú saga
sýnir ekki sízt baráttuna, sem þessar andstæður heyja í sál
skáldsins.
Sú spurning hlýtur að vakna, hvort Thomas Mann sé í
Buddenbrooks að réttlæta þá borgaramenningu, sem t. d.
Nietzsche réðist á. Spurningunni er vandsvarað. Fritz Strich
(Dichtung und Zivilisation) heldur því fram, að svo sé. Thomas
Mann réttlæti í sögum sínum zivilisationina, réttlæti hana og
samtíma sinn gagnvart Spengler, með því að sýna, að úr
hennar jarðvegi geti snildarverk sprottið. En þess er að gæta,
að orðið »borgaramenning< er mjög viðsjált og teygjanlegt.
Nietzsche réðist í raun og veru á hina holu, ytri menningu.
En hinir sönnu borgarar í sögum Manns eru kjarnmiklir og
dugandi menn, fjarri því að vera zivilisationar-menn (í slæmri
merkingu). í Buddenbrooks eru það hinir »gömlu, góðu«
horgarar, sem Thomas Mann sér farast í »andans brimróti«
uútímans. Og Thomas Mann hefur skilið Tolstoj, Dostojevski,
°9 Nietzsche svo, að þeir hafi allir varið lífið gegn andanum.
°9 frá Nietzsche segist hann hafa hugmyndina líf. Og hann
hefur séð, að þegar Nietzsche réðist sem harðast á borgara-
nienninguna, var hann að berjast við sjálfan sig, krossfesta
borgarann í sjálfum sér. En því verður samt með engu móti
haggað, að Nietzsche og Thomas Mann skilja hvor sitt undir
hugtakinu líf. Hjá Nietzsche fellur það saman við skáldskap