Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Page 25

Eimreiðin - 01.07.1930, Page 25
eimreiðin ÞVZK SKÁLD 233 ferðast, til æskustöÖvanna, fram hjá æskustöðvunum, til bað- staðar. Og þangað komu þau einnig Hans og Ingeborg — hönd í hönd, glöð og hamingjusöm, indæl og fögur eins og áður. Æskuminningarnar þustu fram í huga Tonios. Hann spyr sjálfan sig: »Hafði ég gleymt ykkur? Nei, aldrei! Ekki þér, Hans, né þér, bjarta Inga! Það voruð þið, er ég starfaði fyrir, og veittist mér viðurkenning, svipaðist ég í laumi um eftir því, hvort þið tækið þar þátt í«. Hann fann enn, að þau áttu ást hans, hug hans. Hann óskaði að geta byrjað að nýju,. orðið laus úr álögum skilningsins, frá þjáningum hins skap- anda: »Byrja að nýju? En það hjálpaði ekkert. Það myndi aftur fara svo, — alt myndi aftur fara eins og komið er. Því að suma knýr nauðsynin villa vegarins, af því að rétt leið er yfir höfuð ekki til fyrir þá«. Og þegar hann hugsar um það, sem liðið er, síðan hann skildi við þau, finst honum það geta falist í orðunum: stirðnun, auðn, ís, og andi! og list! — Tonio finst skáldskapurinn álög. Hann hefur orðið bergnuminn af álfamey listarinnar. Hún hefur heillað hann, sleppir honum ekki, en samt finnur hann, að »dýpsta og leyndasta ást ber hann til hinna ljóshærðu og bláeygu, hinna lífsglöðu, hamingju- sömu, yndislegu og óbrotnu*. Hann þráir að komast úr álf- heimum til mannheima. Tonio Kröger er Thomas Mann sjálfur. Það þarf engra skýringa við. Tonio á sterka lífsþrá, vilja til að lifa lífinu, vera meira en áhorfandi þess. Og hann kemst að raun um, að borgaralíf og þrá sín til lífsins sé eitt og hið sama. Og þessa sömu lífsþrá, þennan vilja til að lifa iífinu, eiga öll skáldin í sögum Thomasar Manns. En þau eru öll í álögum skilningsins, þau eru öll með »dauðann í hjartanu*, eiga ekki niátt né getu til að lifa. 011 bera þau hnignunarmerki, sjúk- dómseinkenni, þráfaldlega og ætíð einnig hið ytra. Þau eru einkennileg í útliti, oft hjákátleg til orðs og æðis. Lýsingar hans á sumum þeirra væri freistandi að tilgreina. Fyrir borg- urunum, hinum hugdjörfu, einörðu og stundum ófyrirleitnu fara þau jafnan halloka, þegar í harðbakka slær. Oft getur skáldið reyndar ekki stilt sig um að henda gaman að hvorum- fyeggja. í smásögunni Tristan er skáldið Detlev Spinell, sem á bak er uppnefndur »visni brjóstmylkingurinn*, svo hug-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.