Eimreiðin - 01.07.1930, Side 26
234
ÞÝZK SKÁLD
EIMREIÐIN
deigur, að augliti til auglitis við hinn broslega og ófyrirleitna
borgara, Klöterjahn, bráðnar hann allur og stendur uppi orð-
laus og ósjálfbjarga. En áður hafði hann skrifað honum harð-
vítugt og karlmannlegt skammabréf. Hann er jafnvel svo
blauður, að hann þolir ekki að sjá í augu sonar hans, smá-
barns, er hlær storkandi framan í hann. Hann forðar sér og
hleypur burtu. Hjá skáldinu Gustav Aschenbach í sögunni
Der Tod in Venedig kemur lífsþráin unaðslega í ljós. Lífið
heillar hann í líki smádrengs. En út úr skærum barnsaugun-
um les hann dauðadóm yfir sér. 011 þekkja þessi skáld sjúk-
dóm sinn, öll taka þau sér örlögin mjög nærri, öll taka þau
lífið í sannleika alvarlega — eins og Thomas Mann sjálfur.
Borgarinn (eins og greinilega hefur komið í ljós hér að
framan) er hjá Thomas Mann maðurinn, veruleikans maður,
sá, sem lifir lífinu andstætt skáldinu, andans manninum, áhorf-
anda lífsins. Ast sína á veruleikanum, lífinu, hefur hann oft
og iðulega látið í ljósi. Það er þrá hans eftir heilleika, eftir
Eden æskunnar. En engu að síður er hann vaxinn frá borg-
aralegu lífi, hvorki getur né vill verða borgari aftur, því að í
hjarta sínu ber hann »ofurlitla fyrirlitningu* fyrir þeim, eins
og Tonio fyrir Hans og Ingu. Hann á nokkuð umfram þau,
sem hann vill fyrir engan mun glata: skilninginn. Hann hefur
einu sinni etið af skilningstrénu og vill ekki hverfa aftur í
Eden einfeldni og hamingju. Og hvað sem hann segir, finna
menn alt af, að sjálfur stendur hann skáldunum, hinum sjúku
nær, hversu samvizkusamlega sem hann hefur reynt að kross-
festa skáldið í sjálfum sér. En heill skáldsins megin getur
hann heldur ekki orðið, til þess á hann of ríka þrá eftir að
lifa. Hann gæti ekki eins og vinur Tonios flúið undan vorinu
inn í kaffihús. Niðurstaðan er sú, að á hvorugum staðnum á
hann algerlega heima, borgarinn (maðurinn) og skáldið togast
stöðugt á um sál hans. Og þetta heldur huganum sívakandi,
andanum sístarfandi. Lífið og dauðinn heyja stöðuga baráttu
í sál hans eins og í verkum hans. Milli þeirra verður ekki
komið á neinum sáttum. Og þótt Thomas Mann vilji skipa
sér lífsins megin, sjá allir, er lesa verk hans, hve sjúkdómar
og dauði fanga hug hans. Hann hefur fengið frá Schopen-
hauer »hluttekningu með dauðanum*. Hann getur ekki full-