Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 26
234 ÞÝZK SKÁLD EIMREIÐIN deigur, að augliti til auglitis við hinn broslega og ófyrirleitna borgara, Klöterjahn, bráðnar hann allur og stendur uppi orð- laus og ósjálfbjarga. En áður hafði hann skrifað honum harð- vítugt og karlmannlegt skammabréf. Hann er jafnvel svo blauður, að hann þolir ekki að sjá í augu sonar hans, smá- barns, er hlær storkandi framan í hann. Hann forðar sér og hleypur burtu. Hjá skáldinu Gustav Aschenbach í sögunni Der Tod in Venedig kemur lífsþráin unaðslega í ljós. Lífið heillar hann í líki smádrengs. En út úr skærum barnsaugun- um les hann dauðadóm yfir sér. 011 þekkja þessi skáld sjúk- dóm sinn, öll taka þau sér örlögin mjög nærri, öll taka þau lífið í sannleika alvarlega — eins og Thomas Mann sjálfur. Borgarinn (eins og greinilega hefur komið í ljós hér að framan) er hjá Thomas Mann maðurinn, veruleikans maður, sá, sem lifir lífinu andstætt skáldinu, andans manninum, áhorf- anda lífsins. Ast sína á veruleikanum, lífinu, hefur hann oft og iðulega látið í ljósi. Það er þrá hans eftir heilleika, eftir Eden æskunnar. En engu að síður er hann vaxinn frá borg- aralegu lífi, hvorki getur né vill verða borgari aftur, því að í hjarta sínu ber hann »ofurlitla fyrirlitningu* fyrir þeim, eins og Tonio fyrir Hans og Ingu. Hann á nokkuð umfram þau, sem hann vill fyrir engan mun glata: skilninginn. Hann hefur einu sinni etið af skilningstrénu og vill ekki hverfa aftur í Eden einfeldni og hamingju. Og hvað sem hann segir, finna menn alt af, að sjálfur stendur hann skáldunum, hinum sjúku nær, hversu samvizkusamlega sem hann hefur reynt að kross- festa skáldið í sjálfum sér. En heill skáldsins megin getur hann heldur ekki orðið, til þess á hann of ríka þrá eftir að lifa. Hann gæti ekki eins og vinur Tonios flúið undan vorinu inn í kaffihús. Niðurstaðan er sú, að á hvorugum staðnum á hann algerlega heima, borgarinn (maðurinn) og skáldið togast stöðugt á um sál hans. Og þetta heldur huganum sívakandi, andanum sístarfandi. Lífið og dauðinn heyja stöðuga baráttu í sál hans eins og í verkum hans. Milli þeirra verður ekki komið á neinum sáttum. Og þótt Thomas Mann vilji skipa sér lífsins megin, sjá allir, er lesa verk hans, hve sjúkdómar og dauði fanga hug hans. Hann hefur fengið frá Schopen- hauer »hluttekningu með dauðanum*. Hann getur ekki full-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.