Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Síða 30

Eimreiðin - 01.07.1930, Síða 30
238 FLAKK EIMREIÐIN gæf. Þetta áhald hét þvaga, og var ávalt ríflega launað með ull, osti, smjöri eða öðrum matvælum; svo í rauninni voru þessar ferðir gömlu kvennanna einskonar verzlunarferðir, reknar með góðum ábata, þó sníkjuferðir væru kallaðar og flakk. Að vísu mæltust flökkukonurnar stundum til þess, að sér væri vikið einni köku eða svo sem í einn vetlings-þumal. Ef nú húsmóðir lét í ljósi, að gjöfin væri kanske helzt til lítil, var viðkvæðið hjá þiggjandanum: »Blessuð vertu! Þó það væri þúsund sinnum minna en ekki neitt, þá væri það meir en nóg«. En sagt var, að dálítið hefði kveðið við annan tón, er þetta fólk talaði sín á milli um árangurinn af þessum ferð- um sínum, sem það lýsti þá þannig: »U11, ostur og skaka, það fæst, en jafnt sem andskotinn gefur nokkur maður lamb«. Flökkukarlarnir báðu hreint og beint að gefa sér eitthvað hyski sínu til viðurværis, eða sjálfum sér, ef þeir voru ein- hleypir. Lýstu þeir mjög aumkunarlega ástæðum sínum, sem oftast hefur víst verið rétt, enda létu fáir þá synjandi frá sér fara, og þó af litlu væri að miðla. Einu sinni kom þó karl austan úr Meðallandi að Sáms- stöðum. Hann var að biðja um að gefa sér eitthvað, og lýsti þannig heimilisástæðum sínum, að kona sín væri búin að liggja rúmföst í 11 ár, en þó ættu þau 9 börn, og væri það yngsta á fyrsta ári; lýsti hann svo áíakanlega neyðinni í kotinu, að- búnaðinum, kuldanum og sultinum, að ég, sem þá var krakki og heyrði á, fór að skæla af meðaumkun, og langaði hjartan- lega að gefa karlinum eitthvað handa einhverjum krakkanum, en átti ekkert, sem ég gat hugsað að kæmi að notum, nema bláu, fallegu sparisokkana mína, sem mér þótti þó undur vænt um. Varð ég innilega sæll, er ég fékk leyfi til að gefa honum þá, og fékk miklar blessunaróskir fyrir hjá karlinum. Faðir minn gaf honum víst eitthvað eins og öðrum, er komu í sömu erindum, og svo fór karlinn, í það sinn. Einu eða tveimur árum síðar kom sami karlinn aftur í sömu erindum, og lýsti þá nákvæmlega högum sínum eins og fyr. Krakkarnir höfðu ekki elzt, og konan var búin að ligsi3 jafn lengi. Eg verð ekki eldri en svo, að ég man hve illa mér brá við að heyra á því, að karlinn hafði skrökvað um hagi sína, er hann kom áður, og nú langaði mig ekkert að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.