Eimreiðin - 01.07.1930, Síða 31
eimreiðin
FLAKK
239
Sefa honum, en faðir minn lét þetta ekki hafa nein áhrif —
hefir líklega verið vanur slíku — og gaf karlinum eins og áður.
Annar karl var það, sem kom og bar sig hörmulega út af
ástæðum sínum. Þó þótti honum taka út yfir alt, að nú var
blessuð konan hans hætt að komast til kirkju af skóleysi,
svo nærri mætti geta, hvernig færi fyrir henni og börnunum,
begar hún hætti að heyra Guðs orð, og að fá blessanina hjá
Prestinum. Faðir minn gaf karli sitt af hverju og þar á meðal
tvö reykt sauðskinn. Eg var þá, eins og krökkum er títt, að
vappa í kringum karlinn, er hann var að troða skinnunum í
P°ka sinn úti á hlaði. Svo lengi sem hann hélt að faðir minn
heyrði, var hann að lofa hann fyrir dánumensku og allar
hugsanlegar dygðir, og sagði loks: »]a, nú held ég að konan
^omist til kirkjunnar*. Svo lítur hann í kringum sig, sér að
faðir minn er genginn burt. Þá brosti karl út í annað munn-
vikið svo neyðarlega lævíslega, og segir hálfhátt við sjálfan
Sl9: »Eg held hún fái nú samt ekki nema annað*. Og mér
fanst einhvernveginn þá, að hún mundi hvorugt eiga —
eða þurfa — að fá.
Sumir þessir karlar voru ærið heimtufrekir. Einn þess háttar
Ur Rangárvallasýslu, var eitt sinn á flakki úti í Ölfusi, til þess
að biðja að gefa sér, og varð vel ágengt. Á Hrauni vildi
bóndinn gefa honum vænan harðfisk, en þá segir karl með
Þótta nokkrum: »Ég tek ekki fisk fyrir utan Ölfusá*.
Þá voru karlar, sem flökkuðu um sína og næstu sveitir,
einungis til að fá sér að éta, helzt á hátíðum eða ef veizlur
voru haldnar. Gátu sumir þeirra étið furðu mikið í einu, ef
keir áttu þess kost, jafnvel heilan kropp af veturgamalli kind,
eða sem því svaraði af öðrum mat, en þeir þoldu líka sult
^ögum saman.
Rlæðnaður þessara manna var í meira lagi óásjálegur. Að
°fanverðu voru þeir í vondri prjónapeysu eða vaðmálsúlpu-
9armi, og með lambs- eða hundsskinns-húfu á höfði, eins og
Segir í gamalli vísu:
Hundsskinns-húfu hausnum á
hefur niðrá eyru
grámórauður Qunnar frá
Uarðhúsum í Leiru.