Eimreiðin - 01.07.1930, Síða 33
EIMREIÐIN
FLAKK
241
Mælti svo: „Á morgun kem ég,
mér ei bæjarstöður tem ég,
verð þó eina að vera nótt.
Vkkar fötum ég þá skila,
ei skal þetta loforð bila,
hels- ef ekki hindrar -sótt.
Krúsaði hár og kvaddi síðan,
kætti margan veðurblíðan
daginn, sem ég drógst af stað.
Engan heyrði ég illa láta,
engan heldur sá ég gráta, —
satt er bezt að segja’ um það.
En flökku-Kristín kom ekki aftur að morgni, því eftir að
hún er komin af stað, heldur hún flakkinu áfram bæ frá bæ
Rangárvelli, Fljótshlíð og alt austur undir Eyjafjöll, og
hygst halda þaðan í Álftaver, þegar hún er stöðvuð af sýslu-
ftianni, svo sem Iýst er í þessum erindum:
Fór ég þaðan Fjöil á enda.
Fyr ei hugði ég mér að lenda
en ég kæmi í Álftaver.
Flutti hann mig á faxagofa
— fanst mér þetta mega nota —
káklaust út að Koilabæ.
Það var rétt um þetta bilið,
þá kom eins og skömm í spilið.
Sýslumaðurinn sendi mann
Sigurðar') til á Seljalandi,
sjálfa mig var áhrærandi
bréfið, sem hann bera vann.
Sýslumanninn* 2) sá ég ríka,
svörin hans og skyrið líka,
hvorutveggja fúlt ég fann;
hann mér gerði áminningu
út af flakki varla ringu,
og síðan burfu senda vann.
Hann, sem áður hafði’ að vana
höndlað sveitarreikningana,
fer og sezt á faxatröll;
svitna lætur söðlaglanna, —
sá kom þrátt að bygðum manna
austur þar um Eyjafjöll.
Mér að spurði og mín til frétti,
mikið vel í þanka setti,
hvar ég seinast hefði gist;
að mér leita ekki sparði,
áfram skeifnaljónið barði,
•regt þó gengi ferðin fyrst.
Sá kom dagur, sú kom stundin,
sem ég varð af honum fundin,
ekki ég stórum að því hlæ.
Hver hreppstjórinn eftir annan
átti nú að flytja svannann,
bærilega það gekk þeim
ferð að greiða góða mína,
gerði hver einn skyldu sína,
svo komst ég að Hofi heim.
Árni var í Odda að smíða,
öllum þófti iangf að bíða
hans heimkomu að hýsa mig.
Son sinn elzta silkilína
sjálf bað greiða reisu mína
fram að Odda fyrir sig.
Eg þá kom í Oddabæinn, —
á var farið að Iíða daginn, —
hreppstjórann ég hitti þar.
') Sigurður ísleifsson, síðar bóndi um langt slteið á Barkarstöðum í
hótshlíð, — kona hans var Ingibjörg, systir Tómasar prófasts Sæmunds-
s°nar á Breiðabólsstað.
2) Sýslumaðurinn á Kollabæ var þá Eiríkur Sverrisen.
16