Eimreiðin - 01.07.1930, Qupperneq 35
EIHREIÐIN
FLAKK
243
Hafði hann á sér heldri manna snið, vildi láta »þéra* sig og
reiddist, ef það var ekki gert. Hann gekk í frakka svörtum,
skreyttum rauðum leggingum og smáskúfum hér og þar. Hann
bóttist vera stórskáld og gaf í skyn, að hann ferðaðist til að
kynnast þjóðinni og safna efni í skáldverk mikið. Eitthvað var
^ann hagmæltur og kastaði oft fram stökum. Lærði ég eina,
er hann kvað nývaknaður í rúmi sínu. Er hún svona:
Mild upp rennur morgunstund
meður geislaröðum.
Sofið hef ég sætan blund
Sáms- á fögru -stöðum.
Ekki nenti Hulter að ganga á milli bæja, heimtaði því hest
°3 fylgdarmann, þótti það víst einnig höfðinglegra. Um það
Var þetta kveðið:
Vilhelm Hulter vantar hest
víða um reiðslu biður.
„Þér“ og „yður“ þykir bezt,
en „þúið“ nokkru miður.
O3 ennfremur:
Hesta, kaffi, vín og vistir Vilki sníkir,
Breiða- staðnum -bóls á ríkir,
bósar varla finnast slíkir.
Að hann ríkti á Breiðabólsstað, átti að skiljast svo sem að
hann ætti víða heimili, eða með öðrum orðum alstaðar og hvergi.
Um sama leyti var Símon Dalaskáld á flakki, og lenti þeim
saman Vilhelm og honum. Flökkurum kom ávalt illa saman,
^ildu helzt ekki samnátta og enn síður vera rekkjunautar.
_ u þóttust Vilhelm og Símon hvor öðrum fremri og létu
°sPart fjúka skammirnar hvor um annan, bæði i bundnu og
°bundnu máli.
Ekki veit ég hvað varð af Hulter að lokum, en Símon kom
eftir þetta. Varð hann upphafsmaður og brautryðjandi
lnnar núlifandi flakkarastéttar, sem hefur það sér til lífsfram-
^ráttar að ráfa manna — og landshorna — á milli til þess
að narra peninga út úr fáfróðri alþýðu fyrir nauðaómerkilegt
°3 tíðum skaðlegt — bókarusl, svo sem glæpamanna-
skaldsögur og ýms trúarvingls-rit á herfilegasta hrognamáli.
nnars var Símon allra flakkara heimtufrekastur um mat og