Eimreiðin - 01.07.1930, Side 45
æimreiðin
JAN UMB
253
og menn skemtu sér við að gera unglingnum lífið ömurlegt
og óbærilegt.
A þessari skútu hafði þessi hatramlega fúlmenska keyrt
íram úr hófi. Skipverjar höfðu víst egnt hver annan og kepst
um að ganga sem lengst í þessu efni. Það var svo komið,
að ]an var hvergi óhultur. Honum var sparkað út úr káet-
unni og burt frá matnum; hann varð að sofa bak við kaðla-
bing og laumast eins og hundur til að fá nokkuð að eta.
Honum var skipað með sparki og blótsyrðum að vinna hin
verstu verk; yfirleitt var honum ekki skipað til verka á annan
hátt. Allir spörkuðu í hann, þegar þeir gengu fram hjá hon-
um. Það var nærri því orðin heilög skylda að sparka í ]an
skipsdreng, lemja hann og bölva honum. Líkami hans bar
bess enn menjar, meðan hann lá hér á sjúkrahúsinu, og fyrir
ueðan augun á honum voru stórir pokar, sem stöfuðu af gráti
og hugarangri.
Við þessi kjör óx hann upp og varð mesti beljaki. Og eitt-
hvað hlýtur jafnframt að hafa búið um sig í hugarfylgsnum
hans, því að dag einn, er háseti, sem gekk fram hjá honum,
sló til hans, sló hann hásetann aftur. Ekki gat hann síðar
gert grein fyrir, hvernig á því stóð, að honum datt í hug að
verja sig. En hásetinn féll við höggið, og sá árangur varð
hinum sárþjáða ]an Umb firna nýstárlegur. Hann neytti sig-
urs síns, þreif handspík og drap hásetann. Þegar hann loks
hófst handa, var vísast, að hann jafnaði á kúgurum sínum.
Hann gekk um þvert og endilangt skipið og drap þá, hvern
af öðrum. Stýrimaðurinn var sá eini, sem komst lífs af; hon-
um hepnaðist að komast niður í káetu og skella hurðinni í
Hs á eftir sér. ]an batt dolkinn sinn á langan stjaka og
reyndi að stinga hann gegn um hágluggann. Hann særði
stýrimanninn mörgum sárum, en auðnaðist ekki að ganga af
honum dauðum. Síðan batt hann sig við stýrishjólið og stýrði
skútunni nótt og dag í blindhríð.
I augum smáborgaranna í þessum litla bæ var hann helzt
blóðug ófreskja, afkvæmi djöfulsins, sem hafði níðst á yfir-
boðurum sínum í stað þess að sætta sig við örlög sín og
láta guð almáttugan um dóminn. En mér, litla snáðanum, var
bann eitthvað annað og meira. Ég vissi af eigin reynslu dá-