Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Page 48

Eimreiðin - 01.07.1930, Page 48
eimreiðin Framfarir og horfur. Til þess að stjórnmálastarfsemi verði talin heilbrigð, skynsamleg og forsjál, verður að meta rétt allar aðstæður og möguleika til breytinga á þeim, í hvaða átt þær breytingar muni ganga og hvað miklar þær muni verða. Að þetta mat sé rétt, að stjórnmálamenn- irnir séu nægilega framsýnir og rétt- sýnir, er vitanlega sérstaklega áríð- andi hjá þjóðum, þar sem miklar breytingar og byltingar eru að ger- ast, og á þetta við alveg jafnt, hvort sem þessar breytingar miða fram á við, hvort þjóðin er á framfaraskeiði, eða að öllu fer aftur og hrakar. Sérstaklega getur öll ófor- sjálni orðið hættuleg í síðara tiifellinu, einkum að því er sneríir allar framkvæmdir og fjármál. Miklar yfirsjónir í fjár- málum eru öllum þjóðum hættulegar. Ef stórþjóð á í hlut, þá geta þær hnekt áliti hennar, völdum og áhrifum, en fyrir smáþjóð geta þær beinlínis orðið hættulegar sjálfstæði hennar. Hitt er jafn víst, að fyrir þjóð á hraðstígu framfara- skeiði, er hófleg bjartsýni í öllum málum nauðsynleg, einnig í fjármálum. Of lítil bjartsýni, of mikið íhald, getur orðið þrándur í götu eðlilegra og mögulegra framfara. Allar fram- farir byggjast á trúnni á þær og viðurkenningunni á mögu- leikunum fyrir þeim. Þar sem þessa trú vantar, þar geta engar framfarir orðið. Það getur enginn efi leikið á því, að íslenzka þjóðin er nú á hraðstígri framfarabraut. Hver, sem athugar sögu þjóðar- innar frá því að fyrstu hræringarnar byrjuðu fyrir og um miðja 18, öld (Eggert Ólafsson, Björn Halldórsson, Skúli Magnússon) alt til þessa dags, hlýtur að sannfærast um þetta. Það leynir sér ekki, að alt af bætast fleiri og fleiri menn í Maggi Júl. Magnús.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.