Eimreiðin - 01.07.1930, Page 62
270
NUNNAN
eimrieðin;
sem djúp kyrðin ríkti, og hélt svo áfram, unz hún kom á
krossgötu inni í eikarskógi. Var hún þá í vafa um hvaða leið
skyldi halda og settist við lind eina. Var þar gerð steinþró
yfir lindinni og bekkur hjá til þæginda fyrir ferðamenn, sem
leið áttu þarna um. Þar sat hún, unz sólin kom upp, og
döggin féll og fól hana í úða.
En þegar sólin kom upp fyrir trjátoppana og varpaði fyrstu
geislum sínum á skógarstíginn, sá hún í geislaflóðinu göfugan
riddara koma ríðandi með alvæpni einsamlan eftir stígnum.
Nunnan starði á hann augunum fögru og fylgdist eins vel og
unt var með hverri hreyfingu þessarar tígulegu myndar, en
hafði svo hljótt um sig, að riddarinn hefði ekki komið auga
á hana, ef lindarniðurinn hefði ekki náð eyrum hans og leið-
beint augum hans. En nú beygði hann út af veginum, steig
af baki og gaf hestinum að drekka. Um leið heilsaði hann
nunnunni með lotningu. Riddarinn var krossfari og nú á
heimleið einsamall eftir langa burtveru, því hann hafði misi
alla liðsmenn sína.
Enda þótt alt látbragð riddarans bæri vott um djúpa Jotn-
ing, hafði hann ekki augun af Beatrix hinni fögru, og endur-
galt hún augnaráð hermannsins með því að virða hann gaum-
gæfilega fyrir sér, enda hafði þegar birst henni þarna meira
en lítið af þeim heimi, sem hún hafði mest þráð í kyrþey.
En svo varð hún skyndilega feimin og leit niður fyrir sig-
Loks spurði riddarinn, hvert hún ætlaði og hvort hann gæti
ekki gert neitt fyrir hana. Hún rankaði við sér, er hún heyrði
hina hljómmiklu rödd hans. Hún leit aftur á hann, og heilluð
af augnaráði hans játaði hún, að hún hefði flúið úr klaustrinU,
til þess að sjá sig um í heiminum, en að nú væri hún strax
orðin hrædd og vissi ekki hvað hún ætti til bragðs að taka.
Þá hló riddarinn af öllu hjarta og lét sér hvergi bregða,
heldur bauðst til að fylgja nunnunni á réttan veg, ef hún vildi
aðeins fara eftir þeim ráðum, sem hann gæfi henni. Hann
skýrði henni frá því, að kastali sinn væri ekki nema dagleið
í burtu, þar gæti hún örugg búið sig undir frekari fram-
kvæmdir, og haldið svo, þegar hún hefði hugsað sig betur
um, áfram ferð sinni út í heiminn, ef hún þá vildi.
Hún svaraði engu, en sýndi heldur engan mótþróa, þótt hún