Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Side 63

Eimreiðin - 01.07.1930, Side 63
EIMREIÐIN NUNNAN 271 titraði lítið eitt, þegar riddarinn lyfti henni á bak hestinum. Svo sveiflaði hann sér einnig á bak og þeysti fagnandi um engi og skóga, með nunnuna fagurrjóða í fanginu. Tvö til þrjú hundruð fyrstu hestlengdirnar sat hún upprétt 03 starði fálát út í bláinn, en um leið þrýsti hún höndum að brjósti sér til að sefa hjartsláttinn. Brátt lét hún þó fallast að brjósti riddarans stálklædda, svo andlit hennar blasti við honum, og tók viðnámslaust á móti kossum hans. En eftir að aðrar þrjú hundruð hestlengdir voru farnar, endurgalt hún kossa hans jafnákaft eins og hún hefði aldrei hringt klaustur- Wukku. í þessum kringumstæðum sáu þau ekkert af héraðinu fagra umhverfis, því að nunnan, sem hafði áður þráð svo mjög að sjá sig um í veröldinni, lokaði nú augunum fyrir henni og gerði sig ánægða með ekki stærri hluta af henni en einn hestur gat borið á bakinu. Hiddarinn Wonnebold hugsaði varla heldur til hallar feðra sinna fyr en turna hennar bar við loft í tunglsljósinu. En það var hljótt umhverfis kastalann og enn hljóðara innan veggja hans, og hvergi sáust kyndlar kveiktir. Foreldrar Wonnebolds yoru dánir og alt þjónustuliðið horfið á braut nema einn fjör- Samall kastalavörður, sem loks opnaði kastalahliðið með mikl- Urn erfiðismunum, eftir að riddarinri hafði lengi knúið dyrnar. Stóð öldungurinn nú steini lostinn með ljósker í hendi og var nærri liðið yfir hann af gleði yfir að sjá riddarann aftur heim kominn heilan á húfi. Þrátt fyrir elli sína og einstæð- m9sskap hafði öldungurinn haldið vel við herbergjum kastal- ans, og sérstaklega hafði hann ástundað að halda herbergi hins unga húsbónda síns altaf vel til reiðu, svo að riddarinn 9æti gengið þangað til hvíldar undir eins og hvenær sem hann kaarni heim úr ferðalagi sínu. Þarna dvaldi nú Beatrix hjá honum og svalaði þrá sinni. Þeim kom ekki framar í hug að skilja. Wonnebold opnaði ^ragkistur móður sinnar. Beatrix klæddist skrautlegum bún- ln9um og skreytti sig gimsteinum hinnar dánu, og svo lifðu bau fyrir líðandi stund í gleði og glaumi, án þess þó að ridd- arinn veitti henni titla þá og réttindi, sem eiginkonu ber. Unnustinn leit á hana sem ambátt sína, og hún krafðisi emskis betra að svo komnu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.