Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Page 76

Eimreiðin - 01.07.1930, Page 76
284 EUGENE O’NEILL eimreidiN uðinn*. »Hugsuður« Rodins er ekki neinn sérstakur maður, heldur hinn hugsandi maður yfirleitt. »Apinn loðni« er mót- aður eftir »Hugsuði Rodins, og leikurinn táknmál (symbol) frá upphafi til enda. »Apinn loðni* heitir Vank og er kyndari á stóru línuskipi á Atlanfshafi. Hann er jötunn að vexti og burðum og í einu orði sagt fyrirmyndarmaður í sinn hóp. En hvílíkir menn í þeim hóp! Menn, sem menningin hefur þrýst niður í undir- heima sína og svarthol, villimenn og vinnudýr í senn, flestir hugsunarlausir bjálfar. Einn þeirra hefur komist í kynni við jafnaðarmenskuna og prédikar hana fyrir félögum sínum, en þeir eru daufir í dálkinn — nema Vank. En hann er svo sem ekki á því að ljá jafnaðarkenningunni eyra. Hann blæs á hana. Hann er sjálfum sér nógur, honum finst hann vera driffjöðrin í tilverunni. Er það kanske ekki hann sem kyndir vélarnar og heldur öllu í gangi: »Eg er það í kolunum, sem lætur þáu brenna; ég er gufa og olía á vélarnar; ég er það í skarkalanum, sem lætur hann heyrast; ég er reykur og hrað- lestir, gufuskip og verksmiðjublístrur; ég er það í gullinu, sem gerir það að peningum! Og ég er það í járninu, sem gerir það að stáli! Stál, það er mergurinn! Og ég er stál — stál — stál! . . . Þrælar! Helvíti! Við höldum veröldinni í gangi- Allir þessir ríku karlar, sem halda að þeir séu eitthvað — þeir eru ekkert. Þeir eru úr leiknum. En við karlarnir, við erum í gangi, við erum undirstaðan, alt er undir okkur komið!......... Uppi á þilfari, í heimi auðmannanna, situr ung sfúlka oS sfríðir frænku sinni. Ef kyndararnir eru sorinn í hinum mikla bræðsluofni menningarinnar, þá eru þessar konur froðan á yfirborðinu. Unga stúlkan er auðmannsdóttir, sem aldrei hefur drepið hendi í kalt vatn, en hefur gerst jafnaðarmaður út úr leiðindum og leggur nú fyrir sig að rannsaka fátækrahverfin í New Vork og London. Nú fær hún þá flugu í höfuðið að líta ofan í kyndaraklefann. En þegar hún sér Vank þar, í öllum sínum dýrslega styrkleik, verður henni svo mikið um, að hún fellur í ómegin. En svo mikið sein henni verður um, þá hefur þetta þó enn dýpri áhrif á Vank. Hann hefur fengið umhugsunarefm,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.