Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 76
284
EUGENE O’NEILL
eimreidiN
uðinn*. »Hugsuður« Rodins er ekki neinn sérstakur maður,
heldur hinn hugsandi maður yfirleitt. »Apinn loðni« er mót-
aður eftir »Hugsuði Rodins, og leikurinn táknmál (symbol)
frá upphafi til enda.
»Apinn loðni* heitir Vank og er kyndari á stóru línuskipi
á Atlanfshafi. Hann er jötunn að vexti og burðum og í einu
orði sagt fyrirmyndarmaður í sinn hóp. En hvílíkir menn í
þeim hóp! Menn, sem menningin hefur þrýst niður í undir-
heima sína og svarthol, villimenn og vinnudýr í senn, flestir
hugsunarlausir bjálfar. Einn þeirra hefur komist í kynni við
jafnaðarmenskuna og prédikar hana fyrir félögum sínum, en
þeir eru daufir í dálkinn — nema Vank. En hann er svo sem
ekki á því að ljá jafnaðarkenningunni eyra. Hann blæs á hana.
Hann er sjálfum sér nógur, honum finst hann vera driffjöðrin
í tilverunni. Er það kanske ekki hann sem kyndir vélarnar
og heldur öllu í gangi: »Eg er það í kolunum, sem lætur
þáu brenna; ég er gufa og olía á vélarnar; ég er það í
skarkalanum, sem lætur hann heyrast; ég er reykur og hrað-
lestir, gufuskip og verksmiðjublístrur; ég er það í gullinu, sem
gerir það að peningum! Og ég er það í járninu, sem gerir
það að stáli! Stál, það er mergurinn! Og ég er stál — stál
— stál! . . . Þrælar! Helvíti! Við höldum veröldinni í gangi-
Allir þessir ríku karlar, sem halda að þeir séu eitthvað —
þeir eru ekkert. Þeir eru úr leiknum. En við karlarnir, við
erum í gangi, við erum undirstaðan, alt er undir okkur
komið!.........
Uppi á þilfari, í heimi auðmannanna, situr ung sfúlka oS
sfríðir frænku sinni. Ef kyndararnir eru sorinn í hinum mikla
bræðsluofni menningarinnar, þá eru þessar konur froðan á
yfirborðinu. Unga stúlkan er auðmannsdóttir, sem aldrei hefur
drepið hendi í kalt vatn, en hefur gerst jafnaðarmaður út úr
leiðindum og leggur nú fyrir sig að rannsaka fátækrahverfin
í New Vork og London. Nú fær hún þá flugu í höfuðið að
líta ofan í kyndaraklefann. En þegar hún sér Vank þar, í
öllum sínum dýrslega styrkleik, verður henni svo mikið um,
að hún fellur í ómegin.
En svo mikið sein henni verður um, þá hefur þetta þó
enn dýpri áhrif á Vank. Hann hefur fengið umhugsunarefm,