Eimreiðin - 01.07.1930, Page 77
E'MREIÐIN
EUGENE O’NEILL
285
héðan af er hann >hugsuður Rodins. Hann gelur ehki áttað
S19 á, hvað þessi hvítklædda vera vildi honum, né heldur
hvers vegna hún féll í yfirlið, þótt hún sæi hann. Félagar
hans segja, að hún hafi verið hrædd við hann, en honum
sl<ilst það ekki; hann hefur það óljóst á samvizkunni, að
framkoma hennar hafi verið stór-móðgandi fyrir hann, en hví
veit hann ekki. Smámsaman skilst honum munurinn á að-
slöðu þeirra í þjóðfélaginu, og jafnframt missir hann trúna á
^átt sinn og megin og yfir höfuð alla fótfestu í lífinu. Hann
er genginn úr leik. Hann vill hefnd. En vinnur það eitt á
aÖ vera settur í steininn, þar sem hann fær að dúsa sem
aPÍ í búri með hugsanir sínar. Leikurinn endar á því, að Yank
reikar út í dýragarðinn, spjallar við Gorilla-apann eins og
bróður og hleypir honum að lokum út úr búrinu. En apinn
iekur hann í fang sér og kremur hann til bana.
*The Hairy Ape« er harmleikur hugsuðarins. »Meðalsnotr |
sWli manna hverr, | æva til snotr sé!« segja Hávamál. Brúno
Var brendur á báli af því að hann hugsaði lengra en ka-
bólska kirkjan vildi vera láta. Hinir eru þó ef til vill ver
^arnir, sem aldrei komast í borg með hugsun sína. Þeir vinna
tað eitt á að brjóta samneyti við félaga sína. Eftir það eru
teir úr leiknum, — unz dauðinn jafnar reikningana.
Hver, sem ekki hefur verið boðinn til amerískrar (eða
enskrar) tedrykkju, hann hefur þó farið nokkurs á mis..
Kringum borðið, sem er hlaðið mat og drykk, te, sætri vín-
blöndu, smurðu brauði, sætum kökum og sætindum, safnast
Hver um annan þveran, karl og kona, eins og veizlufólkið í
^eljarslóðarorustu, standandi með bolla eða brauðbita eða
sYHurmola eða hvað sem fyrir vill verða, í höndunum, og
ialar og hlær, svo að aldrei verður hlé á. Ómurinn af sam-
|alinu fyllir salina og minnir íslenzkan sveitamann á ekkert
rekar en jarm í stekk á vordegi. Athugi maður einstök and-
lf> þá skyldi maður ætla, að maður væri að veizlu með hin-
llm ódauðlegu goðum, þar sem aldrei bæri skugga á gleðina
~~~ svo broshýr eru þau. Leggi maður eyrun við, til þess að
2reina einstök báruslög úr þessum brimgný gleðinnar, þá fær
j^eður skjótt hlustarfylli af hinum sniðugustu bröndurum frá
arlmönnunum, hæfilega blönduðum við dísætar gleði- og