Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 85

Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 85
eimreiðin EUGENE O’NEILL 293 velli í baráttunni um Nínu, því hann heldur áfram að lifa sem hetja í hug hennar. Þessi Gordon Nínu er manndómur- inn persónugerður, blekking að vísu, en blekking, sem aldrei verður trufluð af veruleikanum. Enginn dauðlegur maður getur framar þokað honum úr sæti. En instu þránni er ekki fullnægt með öðru en samlífi karls og konu. Og hér kreppir skórinn að Nínu. Hún getur aldrei fyrir- Qefið sjálfri sér, að hún lét ekki Gordon taka sig áður en hann fór. Þá hefði hún nú gengið með barni hans. Heft kynhvötin hamast í undirvitund hennar og brýst loks upp á yfirborðið í Þássi við alt velsæmi. I vitund sinni afsakar hún gerðir sínar nieð þessum hugsanaferli: Af ótta við alment velsæmi og af sjálfs- elsku hélt ég mér í skefjum og gaf ekki Gordon það sem hans var, nú ásakar hann mig fyrir ragmenskuna; eini vegurinn til að bæta fyrir brotið er að gefa sjálfa sig í óeigingjörnum til- 9angi til þess að gera aðra hamingjusama, án þess að hugsa sjálfa mig, eða taka nokkurt tillit til almenns velsæmis. — ^g hún gerist hjúkrunarkona á spítala fyrir særða hermenn °9 fórnar þar sjálfri sér til að gera ræflunum glaða stund. Eins og allir sjá er þetta engin heilbrigð lausn á málinu, enda veitir það henni engan frið heldur eyðir kröftum hennar. ^ún er sjúk og ráðalaus, fegin að láta að vilja annara. Og nu hefst annar þáttur leiksins. Nýr biðill hefur komið fram á sjónarsviðið, Sam, vinur og aðdáandi Gordons, en væskill andlega og Iíkamlega. Spítala- l®knirinn Darrell, sem hefur séð aðfarir Nínu og vill gjarnan Ejálpa henni, vill fyrir hvern mun fá hana til að taka Sam að sér. Það sem hana vantar, segir hann, er maður, börn og ^ú til umsjár. — Hann fær Marsden, gamlan vin og aðdá- anda Nínu, til að hjálpa sér. Og Nína fer að ráðum þeirra, kótt hún elski ekki Sam. Alt sýnist ætla að ganga að óskum, hún verður barnshafandi, og er á góðum vegi með að finna 9æfuna í móðurstöðunni — þegar örlögin slá hana á nýjan leik. Móðir Sams segir henni, að vitfirring sé í ættinni og Sam megi ekki eignast afkvæmi. Hún sárbænir hana um að Viirgefa ekki Sam, því að þá mur.i hann einnig missa vitið, ^insvegar ætti hún bæði sjálfs sín vegna og hans að eignast barn með einhverjum óviðkomandi, hraustum manni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.