Eimreiðin - 01.07.1930, Side 86
294
EUGENE O’NEILL
EIMREIÐIN
Og Nína fer að ráðum hennar, og þótt hún hati Sam í
aðra röndina, getur hún þó ekki að sér gert að vorkenna
honum og staðræður að verða honum góð kona. En gæfan
er nú í því fólgin að eignast barn, og það afræður hún að
gera engu að síður. Darrell er maðurinn. Hann á fyrir því,
hann kom þeim saman. Hann er sterkur og hraustur, og
honum hafði Iíka litist á hana á spítalanum. En þá vildi hún
ekkert hafa með hann, af því að hann var ekki limlestur
hermaður og þurfti hennar ekki með. Þá var hún bara að
borga Gordon gamla skuld.
Nú þegar hún biður hann að verða föður að barni sínu,
stenst hann ekki freistinguna, heldur grípur tækifærið tveim
höndum. Auðvitað segir hann það ekki upphátt, viðurkennir
það ekki með sjálfum sér, heldur friðar sjálfan sig með þess-
ari lækna-lógík: Nína og Sam eru tvö tilrauna-dýr, til þess
að þau þrífist verða þau að eignast afkvæmi, nú er það ómögu-
legt, því verður læknirinn að taka í taumana á vísindalegan hátt.
Og Darrell tekur í taumana, en ráð hans koma honum í
koll. Fyrst verður það til þess, að Nína fær svo ákafa ást
á honum, að hún er í þann veginn að gefa Sam upp, hvað
sem tautar og giftast Darrell. En þetta kemur í bága við
skynsemi og skyldurækni Darrells, svo að hann tekur það
ráð að hverfa, og fer til Evrópu. Þar verður hann loks að
játa með sjálfum sér, að lækningin hefur algerlega raskað
sálarró hans, og því hverfur hann aftur með þeim ásetningi
að skeyta skrattann um Sam, en krefjast réttar síns sem
eiginmaður Nínu.
Hann finnur Sam og Nínu hamingjusöm, því þau hafa
eignast barn! Læknisdómurinn hefur hrifið, aðeins læknirinn
verður hart úti. Því nú getur hann ekki fengið af sér að
sundra hamingjusömu heimili. — En Nína hrósar happi, því
nú á hún þrjá menn eða fjóra þó: Marsden, gamlan föður-
legan vin, Sam bónda sinn, Darrell elskhugann og litla Gordon
soninn. Hann er Iíka í raun réttri sonur mannanna þriggja,
þeir hafa allir í sameiningu stuðlað að tilorðningu hans. —
Þetta er hamingja konunnar, að eiga fullkominn mann og
afkvæmi með honum. Hærra kemst hún ekki, eftir það falla
vötn öll í hinn mikla útsæ dauðans.