Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Page 86

Eimreiðin - 01.07.1930, Page 86
294 EUGENE O’NEILL EIMREIÐIN Og Nína fer að ráðum hennar, og þótt hún hati Sam í aðra röndina, getur hún þó ekki að sér gert að vorkenna honum og staðræður að verða honum góð kona. En gæfan er nú í því fólgin að eignast barn, og það afræður hún að gera engu að síður. Darrell er maðurinn. Hann á fyrir því, hann kom þeim saman. Hann er sterkur og hraustur, og honum hafði Iíka litist á hana á spítalanum. En þá vildi hún ekkert hafa með hann, af því að hann var ekki limlestur hermaður og þurfti hennar ekki með. Þá var hún bara að borga Gordon gamla skuld. Nú þegar hún biður hann að verða föður að barni sínu, stenst hann ekki freistinguna, heldur grípur tækifærið tveim höndum. Auðvitað segir hann það ekki upphátt, viðurkennir það ekki með sjálfum sér, heldur friðar sjálfan sig með þess- ari lækna-lógík: Nína og Sam eru tvö tilrauna-dýr, til þess að þau þrífist verða þau að eignast afkvæmi, nú er það ómögu- legt, því verður læknirinn að taka í taumana á vísindalegan hátt. Og Darrell tekur í taumana, en ráð hans koma honum í koll. Fyrst verður það til þess, að Nína fær svo ákafa ást á honum, að hún er í þann veginn að gefa Sam upp, hvað sem tautar og giftast Darrell. En þetta kemur í bága við skynsemi og skyldurækni Darrells, svo að hann tekur það ráð að hverfa, og fer til Evrópu. Þar verður hann loks að játa með sjálfum sér, að lækningin hefur algerlega raskað sálarró hans, og því hverfur hann aftur með þeim ásetningi að skeyta skrattann um Sam, en krefjast réttar síns sem eiginmaður Nínu. Hann finnur Sam og Nínu hamingjusöm, því þau hafa eignast barn! Læknisdómurinn hefur hrifið, aðeins læknirinn verður hart úti. Því nú getur hann ekki fengið af sér að sundra hamingjusömu heimili. — En Nína hrósar happi, því nú á hún þrjá menn eða fjóra þó: Marsden, gamlan föður- legan vin, Sam bónda sinn, Darrell elskhugann og litla Gordon soninn. Hann er Iíka í raun réttri sonur mannanna þriggja, þeir hafa allir í sameiningu stuðlað að tilorðningu hans. — Þetta er hamingja konunnar, að eiga fullkominn mann og afkvæmi með honum. Hærra kemst hún ekki, eftir það falla vötn öll í hinn mikla útsæ dauðans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.