Eimreiðin - 01.07.1930, Qupperneq 88
eimreiðin;
Rauða danzmærin.
Eftir Thomas Coulson.
Framh. frá síðasta hefti.
[Mata Hari, eða njósnarinn H 21, var skotin fyrir njósnir í lok
ófriðarins mikla, að því er höfundur þessarar frásögu fullyrðir. Aðrir
hafa haldið því fram, að Mata Hari hafi komisf undan, enda hafi gröf
hennar verið tóm, er að var gáð, — sem einnig er að vísu rétt. Það er
ekki lengra síðan en í janúar nú í vetur, að eitt stórblaðanna frönsku,
Liberté í París, vakti upp aftur þann gamla orðróm, að Mata Hari hafi
sloppiö lifandi úr höndum frönsku yfirvaldanna. Hér skal ekki farið út í
það mál nánar, enda kemur það fram í sjálfri frásögninni síðar, hver
hæfa sé í þessum orðrómi. Vegna rúmsins hefur trásögnin verið nokkuð
stytt í þýðingunni].
Austurlenzkur lygavefur.
Aheyrendurnir hlýða á hugfangnir. Meðal þeirra eru oft
nafnkunnir sérfræðingar í Austurlandamálum. Eigi að síður
verða þeir að játa, að þeir þekki ekkert að ráði til aust-
rænna hátíðahalda slíkra sem þeirra, er Mata Hari talar um,
þar sem opinberanir og vitranir gerist í taumlausum trúar-
æsingi þátttakenda. Hún heldur því áfram fræðslu sinni.
»Eg var aðeins þrettán ára, er ég danzaði í fyrsta sinn
allsnakin á purpurarauðu granít-altarinu í musteri Kanda
Swany*. Því næst tekur Mata Hari að túlka leyndardóma
þessarar helgu nætur. Alt hefur verið gert áður til að auka
áhrifin af frásögn hennar. í skrautsölum auðugs aðdáanda,
við nægtir vista og víns, í marglitu ljóshafi og við ilminn af
dýrum smyrslum dregur hún upp fyrir áheyrendunum mynd
af því, hvernig helgir menn musterisins öðlist í leyndardómum
þessum himneska sælu, sem þó sé lævi blandin, þar sem guð-
inn Siva sé ekki aðeins guð sælunnar, heldur jafnframt allrar
syndar, blekkingar og böls. Með margvíslegum tilburðum
tekst henni að gera frásögn sína Ijósari en unt er með orð-
um einum.
Samkvæmt því sem Mata Hari skýrir frá, hefst þessi for-
ynjulega helgiathöfn með hugleiðingu í musterinu, en loftið