Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 91
ÍIMREIÐIN
RAUÐA DANZMÆRIN
299
ættum. Hann hét Campbell MacLeod og starfaði um þessar
■^undir í nýlenduher Hollendinga. Liðsforingi þessi varð síðar
eÍ9Ínmaður hennar, en hjónabandið varð mjög ófarsælt, enda
var MacLeod alræmdur svallari þegar á tvítugsaldri og út-
lifaður siðleysingi um fertugt, er hann gekk í hjónabandið.
^iónin áttu heima í Amsterdam um skeið, en þaðan má rekja
feril þeirra til Java, þar sem MacLeod stjórnaði deild í ný-
lenduher Hoílendinga. Heimilislíf þeirra hjóna vakti mikið um-
*at og alment hneyksli í hollenzku nýlendunni. Og þegar þau
hurfu aftur heim til Hollands, var það fyrst og fremst til þess
að fá skilnað að lögum. Það er eftirtektarvert, að þegar Mar-
9rét sótti um skilnað, var henni neitað um hann, en skömmu
s'ðar sótti maður hennar um skilnað, og var honum þá veitt-
Ur hann.
t'að er á þessum tímamótum sem Margrét hverfur úr sög-
unni, en Mata Hari kemur í staðinn. Hneykslin í hjúskapar-
hennar höfðu orðið þess valdandi, að ættingjar hennar og
vinir sneru við henni bakinu. Faðir hennar, sem var heið-
Vlrður borgari, félst á að láta dóttur sinni í té nægilegt skot-
s'lfur til þess að hún gæti horfið úr landi, og hún hélt til
^nrísar með þeim fasta ásetningi að verða danzmær. Árið 1903
danzaði hún í fyrsta sinn opinberlega á söngleikahúsi í París
°9 náði þegar afarmiklum vinsældum. Síðar ferðaðist hún til
r^erlínar, Róms, Vínar og Lundúna, sýndi danz og vann mikla
s'9ra. En hún varð ekki frægust fyrir opinberar danzsýningar
s|nar. Henni þótti miklu meira koma til að fá að sýna listir
sinar í einkasölum einhvers auðkýfingsins, frammi fyrir völd-
Um hóp tízkuriddara og auðugra slæpingja, en á opinberu
eiksviði fyrir fullu húsi áhorfenda. Enda átti hún þá hægra
að túlka tilburði þá og siði, sem hún hafði fundið upp
1 sambandi við Siva-dýrkun sína. Hún taldi sjálfa sig hof-
SVðju í höllu Siva og hlaut marga dýrkendur. En í raun og
veru þekti hún ekki annað til blótsiðanna í hofum Hindúa
en það, sem hún hafði numið af bókum. Það eina sem hún
afoi sjálf séð í þessa átt voru blótdanzar »bayanna« á ]ava,
Par sem hún hafði dvalið, með manni sínum, er hann var í
"Vlenduher Hollendinga. — Það er einkennilegt, að roskinn
°2 ráðsettur Austurlanda-fræðingur skyldi verða til þess að