Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 96

Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 96
304 RAUÐA DANZMÆRIN eimreiðin atvinnu. Esteve kapteinn, sem gerðist njósnari í Barcelona, fékk 60 dali (um 270 ísl. krónur) og frítt far til Frakklands, þar sem hann átti að starfa. Sydnet, sem ferðaðist með um- ferðaleikurum frá Ameríku og þóttist vera leikfimikennari, fékk um 450 krónur fyrir verk eitt, sem hann átti að vinna: að sprengja í loft upp eina af stórbyggingum Parísar! Það kom fyrir að njósnarar í Englandi fengju alt að 9000 krónum, en það þótti ríflegt, og var ætlast til að slíkar upphæðir ent- ust lengi. Mata Hari gat unnið sér margfalt meira inn með danzi sínum en hún gat gert sér vonir um að fá fyrir njósnir. Og hún átti fjölda aðdáenda, sem voru reiðubúnir að veita henni öll þau þægindi, sem unt er að öðlast fyrir peninga. En hún var sólgin í æfintýri, líf hennar var ein löng röð af taugaæsandi atburðum. Hún fann fróun í því að gefa sig við hættulegum brögðum, þegar hún var orðin þreytt og Ieið a almennum skemtunum. Og hún var sólgin í völd, vildi drotna yfir mönnum og þjáðist af óseðjandi metorðagirnd. En mest réði úrslitum, að Mata Hari var orðin njósnari áður en hún vissi sjálf, og þegar einu sinni er komið út á þá braut, er ómögulegt að snúa aftur. Sá sem einu sinni hafði tekið að sér starf í 3. deild (Abteilung III : þýzka njósnarliðinu) átti jafnan harðan typtunarmeistara yfir höfði sér. Ef skýrslum hans skeikaði, fækkaði eða bar ekki saman, mátti hann eiga vísa von á refsingu. Venjulegast var aðferðin sú að senda sökudólgnum ein- hver skilaboð, en sjá jafnframt um að þau kæmust í hendur óvinanna, til þess að koma upp um hann. Vér vitum að þessi aðferð var notuð við vinkonu Mötu Hari, hina fögru Mar' ussiu Destrelles, og við dr. Karl Graves, sem rak njósnar' starf sitt í Port Arthur í rússnesk-japanska stríðinu, en var síðar sendur til Skotlands, af því að yfirmenn hans voru ekki ánægðir með hann. Þar komst upp um hann fyrir tilstuðlau hans eigin yfirmanna, og var hann handtekinn í Skotlandi oð hlaut harðan dóm. En þeim dómi var aldrei fullnægt, Þv> enska lögreglan tók hann nú í sína þjónustu og notaði hann til að njósna hjá fyrri atvinnuveitendunum! Bretum hefur oft hepnast vel að nota njósnara frá öðrum þjóðum á þennan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.