Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 102
310
RAUÐA DANZMÆRIN
eimreiðin
sem á gengi, og yfirmenn enska hersins studdu mál hans.
En hann krafðist þess jafnframt að þurfa ekki að skýra
ráðuneytinu frá áformum sínum nema aðeins í aðaldráttum.
Ovinanjósnarar væru svo fjölmennir í París, að það væri ekki
útilokað að þeir gætu náð í upplýsingar um hernaðaráætlun-
ina, ef stjórnin þar fengi hana í hendur. Nivelle fékk þó
ekki ráðið þessu að öllu leyti. Samt náði áætlun hans sam-
þykki stjórnarinnar, og leyfi var veitt til að undirbúa árás þá
um vorið. Hún skyldi hafin á þrem stöðum á herlínunni, og
var einn staðurinn hjá Viftel. Allur hinn margvíslegi undir-
búningur hlaut því að vitnast þar í borg. Flutningar allir til
herlínunnar urðu að fara fram um borgina, og auðvitað hlutu
þeir að verða miklu stórfeldari en ella vegna útrásarinnar,
sem fyrirhuguð var þar í grend. Ekkert er eins vænlegt til
sigurs eins og að koma flatt upp á óvinina. Þessvegna reið á,
að njósnir gætu ekki átt sér stað í Vittel.
Mata Hari fór ekki dult með þá ætlun, að hún mundi
leggja leið sína til Vittel. Og hún kunni að fóðra það áform.
I París hitti hún rússneskan aðalsmann, gamlan kunningja,
sem nú er vel þektur borgari þar, og hann sagði henni, að
gamall vinur þeirra beggja hefði særst á vígsföðvunum, mist
sjónina og lægi nú á spítala í Vittel. Maður þessi var Marov
liðsforingi, úr rússneska hjálparliðinu, sem sent var til vesfur-
vígstöðvanna, og gamall vinur Möfu Hari. Hún kvað sér skylt
að fara og hjúkra þessum veslings manni, sem eitt sinn hafði
verið nákominn vinur hennar.
Leynilögreglan þóttist viss um, að erindi Mötu Hari til
Vittel væri að njósna um hina fyrirhuguðu árás, því þrátt
fyrir alt hafði Nivelle fekist að koma í veg fyrir, að nokkuð
vitnaðist í París um hana, og var þá ekki annað ráð fyrir
njósnarana en að grafast fyrir um það á sjálfum staðnum,
sem þeim var svo mikið áhugamál að fá að vita með vissu.
En hvernig sem starfsmennirnir í II. deild reyndu að fá sann-
anir fyrir grun sínum um erindi Mötu Hari, tókst þeim það
ekki. Samt var reynt að koma í veg fyrir ferðina.
Til Vittel varð ekki komist nema með leyfi innan- eða
utanríkismálaráðuneytisins. En hvernig áttu nú frönsku njósn-
ararnir að sannfæra þá tvo menn, sem gátu veitt Mötu Hari