Eimreiðin - 01.07.1930, Blaðsíða 107
£IMREIÐIN
RITSjÁ
315
iandið og birt áður ritgerðir um óbygðarannsóknir á íslandi í ýmsum
þýzkum vísindaritum.
Hans Reck í Berlín ritar um eldgos og basaltmyndanir á íslandi, W.
Oetting, ungur fræðimaður í Berlín, um nýiar rannsóknir á svæðinu
m'Hi Hofsjökuls og Langjökuls, en hann dvaldi á þessum slóðum 1927
°9 28. Fylgja íitgerðinni margar myndir og uppdráttur.
Þá rita þeir dr. Dannmeyer og dr. Georgi í Hamborg um árangur
rannsóknanna við Rit í Aðalvík 1926 og 27. Dr. Dannmeyer komst að
teirri niðurstöðu, að læknandi áhrif útfjólublárra geisla á beinkröm
(nachitis) væri sérsfaklega mikil á íslandi. Vegna hins mikla munar á
Sumri og vetri verður húðin miklu móttækilegri fyrir áhrif þessara
Seisla og gerir hann samanburð á áhrifum svonefndrar Dorno-geislunar,
(er kend er við próf. Dorno), í Hamborg og á íslandi. Dr. Gmelin, er
ritar um samvinnu þýzkra og íslenzkra lækna, bendir á, að rachitis í
Pæreyjum komi fyrir hjá 34% brjóstmylkingum og alt að 61% hjá pela-
börnum, en á íslandi aðeins hjá 0.6%. Dr. Georgi ritar um veðurathug-
atnr þeirra félaga, og var aðalviðfangsefni hans að rannsaka loflslrauma
°9 lofthita alla leið frá jörð og upp fyrir gufuhvolfið (upp í „strato-
sf*ru“ svonefr.da, sem tekur við af „atmosfæru"). Sendu þeir upp loft-
e S’> er komust upp í rúml. 10 kílómetra hæð.
Rose Stoppel, sem nú er orðin prófessor í Hamborg, ritar um
rannsóknir sínar á Akureyri fyrir nokkrum árum, um árlegar og dag-
le2ar hreyfingar (Rhylmus) á lifandi verum á fslandi. Starfsemi og hvíld
®Hra lifandi vera fer eflir lögbundnum hreyfingum, er stendur í sam-
andi við snúning jarðarinnar um sjálfa sig og kringum sólina. Dýr og
lnrtir eru sömu Iögmálum, og bendir hún í ritgerð þessari á hið
^"kla gagn, er framtíðarrannsóknir á þessu sviði gela leitt af sér.
Þá eru tvær ritgerðir um jurlagróður í Ódáðahrauni eflir Wilhelm
awprecht í Dortmund og um afstöðu íslands til skógartakmarka á
n°r5urhveli jarðar eftir Carl Wigge í Barmen-Elberfeld.
k-oks rita þeir Emil Sonnemann í Bremen um fuglalíf í Vestmannaeyj-
og Hans Lúbbert í Hamborg um fiska við strendur íslands, fróð-
e9ar greinir. Er Lúbbert annar úlgefandi hins mikla rilsafns Handbuch der
e®nscherei Nordeuropas, en í safni þessu hefur nýlega birzt stórmerk
ri,9erð eftir dr. Ðjarna Sæmundsson (Die islandische Seefischerei). Er
ubbert manna fróðastur um þessi efni, enda starfsmaður þýzku stjórnar-
'nr|ar og ráðunautur í fiskveiðamálum.
Að síðuslu er ítarleg grein eftir Hans Spethmann um landfræðileg
''lðfangsefni íslands, hversu haga beri rannsóknum á þessu sviði og
Vers vænta megi.
Hefur þá verið getið lauslega ritgerðanna í þessu merka ritsafni.
Endurminningin um Alþingishátíðina mun blikna eins og alt annað.
" baki alls veizlufagnaðar má líta hóp frægra þýzkra vísindamanna,
Sem af ást til íslenzkrar menningar og íslenzkrar náttúru verja dýrmæt-