Eimreiðin - 01.07.1930, Qupperneq 112
320
RITSJÁ
eimreiðin
sljörnulífi geli eflt oss svo, aö vér verðum guðum líkir. Hann deilir því
eðlilega á J. Krishnamurti í þessari bók og varar við kenningum hans,
biður menn að trúa ekki á hann, heldur á sig, (sennilega sagt fremur 1
gamni en alvöru), en Krishnamurti leggur nú eins og kunnugt er alla
áherzlu á uppeldisgildi sjálfstamningar og -stjórnar, án alls tillits til
trúar, hverju nafni sem nefnist. Það að viia hefur þá líka hvergi naerri
altaf verið fullgild leið til þroskunar. Mannkynið hefur um aldir vitsð
hinar hræðilegu afleiðingár morða, styrjalda, rána og gripdeilda og myrt
þó, barist og rænt — af því mennina skorti kærleikann. Þó að nú ein-
hverjum tækist að sanna oss til fulls tilvist goðborinna manna á öðrum
stjörnum, þá er hætt við, að við yrðum litlu betri fyrir að vita það
nema að þekkingunni fylgdi aukinn kærleikur. Þekking í kærleika
það er markið — og það veitir máttinn. Hver sú heimspeki, sem ekki
tekur fylsta tillit til þessa mikilvæga atriðis, er köld heimspeki — °S
ófrjó. Mun og höf. þessarar bókar fúslega játa þetta.
Júní-hefti tlmaritsins „PERLUR" þ. á. er eftirtektarvert dæmi um
það, hvað íslenzk prentiðn getur nú orðið framleitt. Heftið er prýú
fjölda mynda af íslenzkum listaverkum, og standa þær ekki að baki
myndum þeim, sem vönduð erlend listtímarit flytja. En „Perlur" flyha
líka að þessu sinni sögur og ljóð eftir sum okkar kunnustu skáld. Má
t. d. nefna upphaf að langri, óprentaðri sögu eftir Einar H. Kvaran.
Manni þykir það helst að eftir lesturinn, að fá ekki meira en upphafiö-
Kvæði eru í heftinu eftir Davíð frá Fagraskógi, Síefán frá Hvítadal og
fleiri. Emil Thoroddsen ritar um íslenzka málaralist, Björn Björnsson
um höggmyndalist og tréskurð, og Lárus Sigurbjörnsson um nokkra is-
lenzka leikara. — Haldi „Perlur“ þannig áfram, er engin hætta á, að
þær kafni undir nafni. Sv. S.
Leiðréftingar: Bls. 198 3: „rósfagra" les „ljósbjarta". Bls. 2051:
„Kanda Swany“ les „í Kanda Swany musterinu". BIs. 2165: „Jesúíta-
reglunnar" les „Grábræðrareglunnar".