Eimreiðin - 01.10.1931, Blaðsíða 55
ElMRElÐIN
WILLARD FISKE
367
breiddi stórum út hróður vorn með bréfum sínum og bók
um ferðina.
Sumarið 1879 gafst Fiske loksins kostur á að líta hið lang-
t>reyða draumaland sitt á norðurvegum. »Með mikilli tilhlökkun
býst ég við að stíga innan fárra daga fæti á strönd þess lands,
tar sem mínar beztu hugsanir og fegurðardraumar hafa lengi
heima*, skrifaði hann þá frá Edinborg einum vina sinna
a Islandi (H. Hermannsson: »Eimreiðin« 1905, bls. 106).
^9 fögnuður hans lýsir sér engu miður í hinu fagra kvæði
hans »Nearing Iceland« (í landsýn), sem byrjar svo:
„Now rises fair above the swelling sea
The far-sought land, of long and deep desire".1)
I för með Fiske var lærisveinn hans Arthur M. Reeves;2)
S**9U þeir af skipsfjöl á Húsavík í júlíbyrjun, ferðuðust víða
Ultl á Norðurlandi, en héldu síðan vestur um land og suður
W Reykjavíkur og komu þangað .16. ágúst. Þeir komu á
marga fagra staði og merka á Norður- og Vesturlandi.
^efnir Fiske það í einu bréfa sinna, að þeir Reeves hafi
Ua®að sig í Snorralaug í Reykholti.
Dvöldu þeir nú um hríð í Reykjavík, en þar bættist í hóp-
Inn annar lærisveinn Fiskes, William H. Carpenter, síðar um
an9t skeið prófessor í þýzkum og norrænum fræðum við
^olumbia-háskólann. Nær ágústlokum fóru þeir félagar kring-
Um land með eimskipinu »Diana«. Komu þeir aftur til Reykja-
v‘kur um miðjan september og ferðuðust litlu síðar til Þing-
valla, Geysis og Heklu og á ýmsa sögustaði austan fjalls.
^-ttir það voru þejr um Jjyrt í Reykjavík þangað til þeir Fiske
°9 Reeves fóru af landi burt 18. október, en Carpenter
valdi á íslandi til næsta vors.
Hvarvetna á íslandi var Fiske tekið með kostum og kynj-
Utn> en það var kunnugt öllum almenningi, hver vinur hann
afði reynst landi og lýð. Og eigi spiltist álit íslendinga
»Nú rís úr sollnu hafi foldin fríð,
er fjarlæg seiddi, þráði’ eg Iengi’ og heití“.
j tlann var hinn efnilegasti fræðimaður, velunnari íslands og ís-
>im2 t>°t<menta, en dó á blómaskeiði. Ritaði hann merka bók á ensku
‘rdandsferðirnar og sneri á þá tungu Pilti og stúlku Thoroddsens.
u en hlýleg grein um Reeves er í „Sunnanfara" 1892.