Eimreiðin - 01.10.1931, Blaðsíða 86
398
í EFTIRLEIT
eimreiðin
leikið það eftir. >Engin regla án undantekninga« eða »einn
kemur öðrum meiri?« Eg braut lengi heilann um þetta, þar
til ég sannfærðist um, að meira þyrfti til að verða skáld en
að geta rekið tunguna upp í nefið.
En Kálfshausbragurinn var mitt mesta uppáhald. Eg lærði
hann utan að meðan ég sat við spólurokk og var að spóla;
en nú kann ég ekki nema lítið hrafl úr honum og vildi gefa
mikið til, ef einhver kæmi, sem gæti kent mér hann á ný.
Bragur þessi varð til út af því, að kveld eitt í Odda, þegar
áliðið var og átli að fara að lesa, þá heyrðist barið framnu-
Einhver fór til dyra, en kom aftur og varð einskis vís. Þa
var barið aftur, og fór enn einhver fram, en þar var enginm
Nú urðu allir skelkaðir, þegar enn á ný var barið, og hugðn
menn vera reimleika á ferðum, en það var ekkert nýtt í Odda,
því þar var Höfðabrekku-Jóka oft á ferð og aðrar aftur-
göngur, eins og frægt er orðið. Þorði þá enginn framar að
fara til dyranna þar til sá vinnumaðurinn, sem mesta karl-
mennið var á bænum, gaf sig fram. Hann hét Erlendur Guð-
lögsson og var stór og sterkur og bezti drengur. Faðir minn
hét þá strax að slást í för með honum, og þeir fóru. En eftir
nokkra stund komu þeir aftur og höfðu einskis orðið varir-
Settist þá faðir minn niður og las lesturinn og lét svo syngi3
sálm á undan og eftir eins og venja var til.
Brá nú svo við, að ekki heyrðist framar barið. Urðu Þa
allir rólegir og óhræddir og hugðu drauginn kveðinn niður-
Út af þessu varð Kálfshausbragurinn til. Því miður man ég
ekki úr honum nema þetta:
Ó, þaö grimma Kálfshauskvöld!
Kvaldi fólkiö draugafjöld.
Heyrast mundu höggin stór.
Hrollur gegnum bæinn fór.
Afli rammur Erlendur
ofan sfekkur bálreiður.
Koma einnig klerkur vann
kófsveittur meÖ grallarann.
En bragurinn var mörg erindi, og þótti öllum á bænum
mesti fengur að þeim skáldskap. En því hét hann Kálfshaus-
bragur? Það var af því, að daginn eftir þetta kveld vitnaðist.