Eimreiðin - 01.10.1931, Blaðsíða 88
EIMREIÐIN
Kreutzer-sónatan.
Eftir Leo To/stoj.
»Já, herra góður«, tók hann afíur til máls, »þjáningin ein
hefur kent mér, hvar leita eigi að orsök bölsins. Með því að
þjást eins og ég hef gert, hafa augu mín opnast fyrir því, hve
hræðilegt ástandið er og hvernig það ætti að vera.
Eg skal nú leyfa mér að skýra yður frá hvenær og hvernis
það byrjaði, sem varð orsökin í óláni mínu. Eg var ekki enn
fullra 16 ára, þagar það gerðist. Ég gekk þá í latínuskólann,
en bróðir minn var byrjaður á háskólanámi. Þótt ég hefði þá
að vísu ekki enn haft náin kynni af konum, var ég þó ekki
lengur saklaus fremur en aðrir drengir í mínum hóp. Með
því að umgangast félaga mína hafði jeg glatað hreinleikan-
um í hugsunum, og í meira en ár hafði konan — ekki nem
ákveðin, heldur konan yfirleitt svo sem eitthvað áfengt oS
Ijúffengt, sérhver kona, nekt hennar — svifið fyrir sjónum
mjer og hleypt óþægilega mikilli ólgu í blóð mitt. Ég svaf
illa, því æst ímyndunarafl mitt truflaði svefninn og fylti hug
minn allskonar lostafengnum draumórum. Ég þjáðist af þessu,
eins og níutíu og fimm af hverju hundraði alls hins ófarsæj3
og óreynda æskulýðs vorra daga þjáist af hinu sama. Eg
skelfdist af því, sem ég gerði, ég þjáðist og bað til guðs, að
hann vildi styrkja mig í neyð minni, ég bað og — hrasaði.
Sál mín var þegar saurguð orðin, en samt hafði ég enn
ekki reynt að draga aðra mannveru með mér niður í skarnið-
Þá var það eitt sinn að loknu kvöldsvalli einu, að stúdent
nokkur, einn af félögum bróður míns, — kátur náungi, eða það
sem maður mundi kalla: anzi geðugur strákur, það er með
öðrum orðum: fullkominn óþokki, sem bæði hafði kent okkur
að drekka og spila, — tældi okkur til að fara með sér á einn
af þessum stöðum, sem æskulýður nútímans sækir vanalega
við lík tækifæri. Bróðir minn, sem einnig var enn saklaus,
hrasaði þessa nótt. Og ég, sextán ára hvolpurinn, saurgað1