Eimreiðin - 01.10.1931, Blaðsíða 66
378
SOGNIN UM ATLANTIS
eimreiðin
hann að geta ýmissa forn-sagna frá sínu eigin landi, Hellas.
Þá greip gamall prestur fram í frásögnina og sagði:
»Solon, Solon! Þið Hellenar eruð og verðið börn, og þið
eigið ekki gamlan mann til!« Og er prestur var beðinn að
gera betri grein fyrir, hvað hann meinti með þessu, svaraði
hann: »Þið eruð allir ungir í anda, og höfuð ykkar geyma
engan arfgengan fróðleik, og eigi þekkingu, sem er gránuð
af elli«.
Og eftir tilmælum Solons hóf hann frásögn um viðburði,
sem voru skráðir í egyptskum fornritum; og er hann hafði
getið ríkis, sem stóð í blóma 9000 árum áður en Grikkir
komu til sögunnar í því landi, sem Aþena stendur nú, hélt
hann þannig áfram: »Rit okkar skýra frá voldugu herliði, sem
ríki ykkar sigraði, er herlið þetta æddi yfir Evrópu og Asíu
frá Atlantshafi. A þeim tíma var fyrir utan mynni Miðjarðar-
hafs, er þið nefnið Herkúles-súlur, ey, sem var stærri en
Asía og Afríka báðar. Þaðan mátti sigla tit annara eyja, og
frá þeim svo til meginlands, sem liggur beint undan hinum-
megin við hafið. Alt, sem er fyrir innan mynni þetta, er að-
eins flói, og er innsigling þröng, en annað er í raun og veru
haf, og landið, sem bárur hafsins skella á, má með réttu
nefna meginland«.
A ey þessari, Atlantis, var voldugt ríki, sem náði yfir alla
eyna, aðrar eyjar og að nokkru leyti meginlandið. Því naest
er sagt frá því, hvernig voldugt herlið frá þessu ríki ruddist
inn í Evrópu, en var eyðilagt af Aþeningum, og með því
frelsaðist austurhluti heimsins frá áþján. Svo heldur hann enn
áfram: »Síðar kom þar feikna jarðskjálfti og vatnsflóð, og
eftir hræðilegan dag og ægilega nótt sökk alt það herveldi
í djúpið, og samtímis hvarf eyjan Atlantis í hafið. Og er það
ástæðan til þess, að enn í dag eiga menn erfitt að sigla um
þetta svæði, vegna grynninga þar sem eyjan eyðilagðist, og
orsakar ósigrandi tálmanir fyrir sjófarendur«.
Þetta er það, sem kemur fram í viðræðum við Timaeus,
en Plato segir á öðrum stað frá samtali við Krítias, sem
kemur og inn á frásögnina um Atlantis, eins og hann hafð*
heyrt afa sinn segja hana eftir Solon sjálfum.
Kritias getur þess fyrst, hvernig guðirnir á þeim tíma skiftu