Eimreiðin - 01.10.1931, Blaðsíða 83
e>MRE1ÐIN
í EFTIRLEIT
395
En svo kom á næstu síðu þessi vísa:
„Æfinnar stundir leiki við þig, Frissa,
á allar lundir svo lukkan standi hissa“.
En sumar stúlkur fengu alvarlegri vísur með ýmsum holl-
raðum, eins og sú sem fékk þessa í safn sitt:
„Hvar sem sannleiks sólir skína, opna skaltu auðarlína,
sem að lækna og hugga, alla sálarglugga“.
Og stundum fylgdu fín kompliment og að verðleikum eins
°2 í þessari stöku:
„Marga milda frúna
og meyjuna fagurbúna
sá ég stíga sjafnardans,
en sætust var hún Dúna,
meðan hin ljúfa Iukkusól
lék við gullinhúna".
Qg
enn kvað hann til sömu jungfrúar (sem er dóttir eins
ezIa vinar hans, er þá var látinn fyrir nokkru);
>’há sjónarsteininn sé ég þinn,
mer sýnist opnast himininn,
°9 við mér brosi vinur minn,
sem var mitt ljós og yndi.
Og sjái ég þinn svip og kinn
og svása heyri málróminn,
þá skín og Ijómar muni minn
sem morgunsól á tindi “.
Eg vildi að margar konur ættu eftir að senda mjer marg-
ar vísur slíkar sem þessar, — en vel skal þegið, þó þær væru
, vægari, líkt og þær, sem ég nú skal hafa yfir og kona ein
a Akureyri fékk, þegar hún var á fermingaraldri:
„Dagný mín dýra,
svo dávær og þýð,
verður rík og vinsæl
°9 víðfræg um síð.
Hálærða prófasta
hljóta svo tvær,
en hann Eggert austmann
ein þeirra fær.
Margra barna móðir,
svo metnaður vex,
af strákunum verða
> stúdentar sex.
En stúlkurnar skína
sem stokkrósir þrjár,
með ljómandi slipsi
°9 logagylt hár.
Fjórða verður frábær
og frámuna vilt,
siglir út í England
og eignast þar pilt.
En hún verður heppin
og hlýlur þann karl,
sem bæði er bráðríkur
barón og jarl.
Leiktu því ljúfa
sem lamb eða kið,
meðan lukkan lagar
þitt Ijómandi svið.