Eimreiðin - 01.10.1931, Blaðsíða 58
370
WILLARD FISKE
EIMREIÐ|N
tímann í litlu húsi við Austurstræti, þar sem Rafn Sigurðs-
son skósmiður bygði seinna annað stærra og þar sem nú er
Thorvaldsens Bazar. Hjá okkur leigði lengi Sigurður Vigfds-
son fornfræðingur, og urðum við miklir mátar, eins og
mín bera vott um. Það var í húsi mínu, sem stofnað var hið
svonefnda »FornleifaféIag«. Var það mest fyrir hvatir íslands-
vinarins mikla, próf. Willards Fiskes. Bauð ég honum í hus
mitt, ásamt flestu stórmenni bæjarins, og var þá félagið stofnað*-
— Félagatalan sýnir, að Fiske og hinir amerísku förunautar
hans gerðust æfifélagar, og peningagjafir sendi hann félaginU
síðar.
Fiske var bjartsýnn og fasttrúaður á framtíð íslands. Meðan
hann var í Reykjavík ritaði hann prýðilega grein um stjórn-
mál íslands og framfarir; kom hún út í enska stórblaðmu
»Times« 1. október 1879; mikið hefur þótt til hennar koma,
því að hún var gerð að umtalsefni í ritstjórnargrein þar 1
blaðinu. Sýnir Fiske fram á, að stjórnarskráin hafi þeSar
orðið íslandi mikil blessun og lýsir hinum hraðfara framfÖr
um á öllum sviðum. í greinarlok bendir hann á stærstu Þ°r
íslands að hans dómi: útrýming láns- og skiftaverzlunar,
næst mestu þörfina: vegalagning og notkun vagna. Auðse
er því, að Fiske hafði vakandi áhuga á verklegum framförunl
Islands, samhliða ástinni á bókmentum þess og sögu.
Haustið 1874 vakti hann máls á því, að sæsími yrði laS^ur
til íslands og ritaði um það efni Cyrus W. Field, »saesíma
skörungnum* (eins og Matthías nefndi hann hnyttilega)- ®
sótt hafði þjóðhátíðina þá um sumarið. Og meðan hann dva '
á íslandi hefur hin brýna þörf þessa fyrirtækis orðið T,s j
enn ljósari, því að hann skrifaði þaðan bréf um þetta mál '
Fields og Dufferins lávarðar og litlu síðar (28. febr. 188
frá Berlín) til C. F. Tietgens, þáverandi forseta Stóra N°rraB^
Ritsímafélagsins. Voru menn þessir hlyntir íslendingum ^
tóku málaleituninni vel, en ekkert varð af framkvæmdum, ^
mun fyrirtækið hafa þótt of kostnaðarsamt. En samur v
góðhugur Fiskes til vor. ,,n
Snemma vetrar eftir að Fiske kom frá íslandi andaðist J
Sigurðsson forseti (7. dez. 1879). Var Fiske í Berlín, er r°n
um barst sú harmafregn; ritaði hann minningargreinar um
]ón