Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1941, Page 26

Eimreiðin - 01.07.1941, Page 26
EIMREÍÐIN Gömul saga. Eftir Kristmann Guðmundsson. Þetta bar til um haustkvöld endur fyrir löngu. Himinn var skýjaður, veðurdynur í fjöllum og byrjað að rökkva. Hópur vopnaðra bænda kom ríðandi af heiðinni niður að sýslumanns- setrinu Austur-Reykjum. Þeir höfðu með sér þrjá fanga, sem voru fjötraðir niður á hestana. Það voru tveir karlmenn og ein kona, útileguþjófar, er bændurnir höfðu farið að og fangað langt uppi á öræfum. Jónsson sýslumaður stóð úti, þegar hópurinn reið í hlað. Hann var stór maður, fölur og harðleitur, með mikla ístru. Bros lék um varir hans, er hann sá fangana, einkum hinn ill- ræmda fyrirliða þeirra: Sigurð svarta, er leikið hafði lausum hala um fjöllin i fimmtán ár og aldrei komizt undir manna- hendur fvrr. Það var hár og þreklegur maður um fimmtugt, dökkur á brún og brá, skegglaus, magur og veðurbitinn, með arnhvöss augu. Hann var klæddur í síðhempu úr snöggklipptu sauðskinni, gyrtur ólarpeipi og í prjónabrókum. Félagi hans var ungur og laglegur maður, nýlagztur út, og var hann í venju- legum bændafötum. Var hann allaumlegur og óttasleginn, augnaráðið flóttalegt og andlitið fölt. Konan var og ungleg og fríð sýnum, bjartleit og Ijóshærð, ldædd í mórauðan prjóna- kyrtil. „Leysið þið fangana og leiðið þá inn á skrifstofu mína!“ skipaði sýslumaður. Stofan var lág undir loft og ómáluð; rúm var fyrir stafni, en stórt borð og tveir stólar úti við gluggann. Sýslumaður settist Adð borðið, en lét fangana standa fyrir framan sig á gólfinu- Tvö kertaljós í látúnsstjökum stóðu á borðinu. „Þú munt vera Sigurður svarti!“ mælti sýslumaður við fyrir- liðann og glotti. „Svo hef ég verið nefndur," anzaði dökkhærði maðurinn- „Hver ert þú?“ spurði yfirvaldið því næst og sneri sér að yngra manninum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.