Eimreiðin - 01.10.1942, Page 24
EIMREIÐIN'
Úr Suðureyjum.
Eftir Ingólf Daviðsson■
Laugardaginn 18. júní lögðum við Jóhann, búnaðarráðu-
nautur úr Öxney, af stað úr Reykjavík áleiðis til Breiðafjarðar-
eyja. í Reyltjavík þykir nú mörgum æði þröngt fyrir dyruin-
Þar er ástand mikið og geysileg bílaumferð, engu minni eri a
aðalgötum stórborganna á venjulegum tímum. Vorum við
fegnir að sleppa um stund úr þrengslunum, göturykinu og há-
vaðanum. Við göngum fram bryggjuna, en brá i brún, því að
Laxfoss sást hvergi, en mannþröng mikil huldi bryggjusporð-
inn. Þegar við höfðum smogið góðan spöl inn í inannþröngina
kom í Ijós, að Laxfoss lá raunar við bryggjuna þar sem hann
átti að vera. En það var svo margt af ferðafólki um borð, að
skip og bryggja urðu ekki aðgreind álengdar. Einhvern veg-
inn komumst við um borð, og skipið lagði frá landi. Allt vai'
fullt inni og úti, uppi og niðri, svo að varla varð þverfótað
um borð á leiðinni. Dugar slíkt aðeins í blæjalogni og er þ°
ærið hæpin lileðsla.
Ekki vantaði fólkið samt fjörið. Var harmonika þanin og
sunginn með margvíslegasti kveðskapur, allt neðan frá venju-
legu ástandsgauli upp í andleg ljóð og tónverk. í Borgarnesi
biðu langferðabilarnir ferðbúnir. Var brunað yfir Borgarfjarð-
arhérað, en mýrlendi mikil, klettaborgir og skógarásar þutu
fram hjá. Enn var létt yfir öllum lýð. Roskinn læknir sagð*
sögur frá 20 eða 25 ára stúdentaafmæli sínu. Hann hafði len*
\ t
i mörgum mannraunum í höfuðstaðnum, en var samt hinu
hressasti á heimleið eftir langa útivist. Kaupsýslumaður, ny-
kominn að norðan, lenti óðara í þrætum. Sagði hann bæði ljótt
og leiðinlegt norðanlands, einkum í Skagafirði, þar væru svo
margar keldur. Væri betra að búa á þurrum lóðarbletti i kaup-
stað, hvað sem svo engjum og fjöllum liði. Læknirinn kvað
hann kyrfilega í kútinn, og var síðan alla leiðina hent gam-
an að keldum og kaupmennsku. Nú er farið yfir Haffjarðara.
Þar hýddi Grettir Gísla forðum, sem frægt er orðið, elti hann