Eimreiðin - 01.10.1942, Qupperneq 78
350
ÞAGNARSTUNDIX
i:i miuíi»iN
Sjálandi, Suður-Afríku, Malta, Svisslandi, á orrustuvöllu111
Afriku og Evrópu og í hernumdu löndunum, í sjóher, land-
her og lofther, eru þúsundir manmi, sem gæta þagnarstund-
arinnar daglega. Hér á íslandi er hennar einnig gætt, og Þa®
er nú einmitt hlutverk vort, sem ekki höfum neinuni syiu-
legum vopnum á að skipa, að beita vopnum andans til að hyggja
upp þann ljóssins varnarvegg, sem ekkert illt fái grandað. 1 ök-
um því þátt í þagnarstundinni í kvrrþey og án háreysti.
Ég er sannl'ærður um, að um allar byggðir þessa lands ei
fjöldi manna og kvenna, sem fagna því að mega leggja tram
orku sína og stilla hugina svo, að titri í samræmi við þá vold-
ugu orkubylgju, sein um ljósvakann flæðir þessa þagnarstund-
Sveinn Sigurðsson■
Kominn heim.
Eftir l>óri Ilerijsson.
Ég lauk upp hliöinu,
leit inn í garðinn —
hað var logn og blíðviðriskvöld.
Þarna blasli við húsið — blómin. grasið,
ég var barn — eftir hálfa öld.
bar var engin breyting. —
I bleiku ljósi
blaktandi gluggatjöld.
Eg settist á bekkinn,
— barn í hjarta —
bljúgur og hugfanginn.
Arin viðruðust
óðfluga burtu
og allur heimurinn.
Hvers vegna opnarðu ei, kæra mamma,
og kallar á drenginn binn?
Hvers vegna þessi kyrrð og friður,
kvöldmilda dreymandi ró?
Það var eitthvað, sem burt frá ös og önnum
inn í æsku og sælu dró.
Já, — nú mundi ég það,
að í morgun ég veiktist.
í morgun ég veiktist
— og dó......