Eimreiðin - 01.07.1944, Blaðsíða 64
208
UNDRAHEIMUR FRAMTÍÐARINNAR
KIMREIÐIN
stig, en á sumrum kælist liitageislunin með köldu vatni, sem
leitt verður um útveggi hússins. 1 stað hinna dýru og fyrirferðar-
miklu eldstæða, reykliáfa og eldhússvéla nútímans munu koma
margfallt ódýrari, hagkvæmari og fyrirferðarminni hliðstæður.
Plastisk efni verða mjög notuð til innanhúss skreytinga. Glugga-
karmar, hillur, hurðarhúnar og önnur útskot herbergja verða úr
hjörtum og litauðgum efnum, sem mjög auðvelt verður að
halda lireinum. Með liinum nýju soðviðaraðferðum má „sjóða1'
á sjálfa húsveggina alls konar lögun, gera öll horn bjúgmynduð,
svo að ryk fær ekki dulizt í þeim. Baðherbergi verða úr léttum
málmblendingi svo ódýrum, að í hverju húsi verða að minnsta
kosti tvö slík Iierbergi. Með nýjum aðferðum í málmiðnaði verð-
ur hægt að búa til svo létt magnesíum-hús, að fáeinir verkamenn
geti auðveldlega borið þau á milli sín, og þessi bús verða ákaflega
hagkvæm. Vegna þess, hve þau verða framleidd í stórum stíl,
verður verð þeirra ótrúlega lágt eða sem svarar 13000 krónuin
á hús.
HIJSÁHÖLD OG HAGKVÆMNI ÞEIRRA.
Eftir styrjöldina verða öll innanhúss-störf auðveldari en áður
vegna Iiúsálialda, sem af hugviti og hagsýni er verið að endurbæta.
Er þá fyrst að nefna öll áhöld til matreiðslu og þvotta. Eldhúsin
verða lýst þannig, að hvergi beri skugga á. Kæliskápar, Jivotta-
vélar, uppþvottavélar, hraðkælitæki og alls konar önnur eldhúss-
áhöld verða úr léttum, litskreyttum efnum, ofnar með gagnsæjum
bólfum, svo sjá má jafnan hvernig steikinni líður eða þá kökunni,
sem verið er að baka. Nýjar matreiðsluaðferðir munu verða
teknar upp. Þannig má baka brauð með því að hleypa rafstraunii
innan í deigið, svo að það bakist innan frá og engin skorpa verði
á því.
J sjálfum ofnunum verða matarílát úr gleri eða inálmi, scnl
fæðan er matreidd í, en síðan eru ílátin borin á borð með fæðuniii,
svo að ekki þarf að taka liana úr pottum eða pönnum og láta luinu
á borðdiska.
GERILEYÐANDl LJÓS.
Steril-lainpinn er ný uppgötvun, sem auka mun mjög á hed-
nænii og þrifnað, ekki sízt í eldhúsum. Hann er bezt settur >íir