Eimreiðin - 01.07.1944, Blaðsíða 20
164
í TILEFNI DAGSINS
EIMREIÐIN
og hrópa djarft við hamra-strönd,
vi<$ heiðarbrún og jökulrönd —
og hvísla milt við mjúkan reyr:
Ó, móðir, þú ert frjóls!
Guðmundur Böðvarsscn,
Skjaldarmerki fs/ands.
Skjaldarmerki lýðveldisins íslands,
sem hér birtist mynd af, er silfurlitur
kross í heiðbláum feldi með eldrauðuni
krossi innan í silfurlita krossinum.
Breidd krossins er % af breidd skjald-
arins, en rauði krossinn helmingi mjórri,
% af breidd skjaldarins. Efri reitirnir
eru rétthyrndir, jafnliliða ferliyrningar
og neðri reitirnir jafn breiðir efri reit-
unum, en þriðjungi lengri.
Landvættirnar fjórar bera uppi skjöldinn: Griðungurinn hægra
megin og bergrisinn vinstra megin skjaldarins, en gammurinn,
liægra megin, ofan við griðunginn, og drekinn, vinstra niegin,
ofan við bergrisann. Skjöldurinn hvílir á stuðlabergshellu. Með
forsetaúrskurði befur skjaldarmerkið verið ákveðið svo sein að
ofan greinir.