Eimreiðin - 01.07.1944, Blaðsíða 82
226
ÖRLÖG OG ENDURGJALD
EIMREIÐIN
að stjórna hinum dáleidda
ofi rekja feril lians.
3. Að levfa miðli að fara í sam-
bandsástand og láta stjórn-
anda lians lýsa liðnum tíma.
4. Dulskvggni með aðferðum
yoga.
5. Dulheyrn með aðferðum
yoga.
6. Að fara sjálfur hamförum í
geðheimum.
7. Að öðlast skeytasamband við
andlegar verur æðri sviða
tilverunnar.
Beztu skýrslur um endur-
Iioldgun, sem ég bef kvnnzt á
prenti, eru eftir frú Campbell
Praed, sem nýlega er látin. Bók
liennar, „Nyria‘% lýsir fyrra
æviskeiði ungrar ómenntaðrar
stúlku, sem var gædd þeirri
gáfu að geta rifjað það upp, en
þessa gáfu uppgötvaði frú
Campbell Pread af tilviljun.
Unga stúlkan gat lifað upp aft-
ur fvrri tilveru sína, er hún var
ambátt í Róm. Sérhvert smá-
atriði í lýsingu hennar, bæði að
því er snertir staðbáttu, siði
liinna fornu Rómverja, atburði
og menn þess tímabils, er liún
lýsti, var eftir á nákvæmlega
rannsakað og slaðfest rétt vera.
Stúlkan hafði aldrei verið í
Róm og átti engan aðgang að
bókum um þau efni, sem liun
var að lýsa.
Frásögnin um þetta löngu
liðna tímabil er svo efnisrík og
sönn, að hún getnr á engan hatt
verið árangur ímyndunaraflsins
eingöngu. Hún er styrkasta
sönnunin fvrir endurlioldgunar-
kenningunni, sem mér er kunn-
ugt um að til sé í bókmenntuin
Vesturlanda.
(Framh.)
Jónsmessuvaka.
Fjólublámi um fjöll og voga
ílæðir burt í kvöldsins húm.
En í norðri leiftur loga
langra elda’ um hvolfsins rúm.
Nóttin hefur kufli kastað,
kemur nakin dags á fund.
Sól á myrkur hefur hastað.
Heið og björt er þcssi stund.
Sv. S.