Eimreiðin - 01.07.1944, Blaðsíða 70
UNDRRAHEIMUR FRAMTÍÐARINNAR eimreiðiN
214
Plastiska gagnsæja hylkinu, sem barnið' er í, iná breyta í útungunarvél
með súrefnisleiðslu, en hylkið er gagnsætt frá öllam hliðum, svo læknirinn
og ljósinóðiriii geta jafnan séð, hvað barninu líður.
Matarílát öll verða sótthreinsuð, uni leið og þau eru smíðuð,
þannig, að dugi eins lengi og sjálf ílátin. „Chemotheraphv
veldur gagngerðum breytingum í notkun lyfja. Minna verður
tekið inn af meðölum en áður, en meira notað af útvortis meðöl-
um. Westingliouse steril-lampinn mun draga iir útbreiðslu sýkla-
Séu slíkir lampar í húsum, veita þeir nokkra vernd gegn kvefu
inflúenzu og öðrum sjúkdómum, sem berast manna á milli-
Sá undralieimur framtíðarinnar, sem liér liefur verið lýst, cr
meira en draumur eingöngu. Hann er þegar í mótun. Vísindm
og iðntæknin munu í sameiningu liafa gert hann að veruleika i
lífi mannkynsins á næstu áratugum, eftir að lokið er þeirri ®gt*
legu orrahríð, sem nú geisar.
Sv. S.