Eimreiðin - 01.10.1947, Blaðsíða 82
eimreiðin
Leiklislin.
Leikfélag Reykjavíkur: Blúndur og blásýra.
— Skálholt.
Fjalakötturinn: Vertu bara kátur, revya. ■—
Orustan á Hálogalandi.
Leikfélag Eyrarbakka: Tímaleysinginn.
Leikfélag Reykjavíkur minntist
50 ára afmælis síns 11. janúar s. 1.
Þann dag var félagið stofnað
fyrir 50 árum, en leiksýningar
hófust ekki hjá félaginu fyrr en
18. dez. 1897. Á hinu nýbyrjaða
leikári á félagið því annan af-
mælisdag, sem ekki er ómerkari
en stofndagurinn. Hefur félagið
tekið upp aftur sýningar á einu
glæsilegasta og vinsælasta íslenzku
leikriti, sem hér hefur verið sýnt
í seinni tíð, sjónleiknum „Skálholt"
eftir Guðmund Kamban, og er það
vel, að félagið minnist fyrstu sýn-
ingar sinnar með jafn góðu verk-
efni.
Annars fóru sýningar félagsins
heldur óheppilega af stað í haust.
„Blúndur og blásýra" er amerík-
anskur reyfaraleikur, sem náð hef-
ur ótrúlegum sýningarf jölda vest-
an hafs. í metaskrá amerískra
sjónleika var leikurinn fimmti í
röðinni, með 1444 sýningar. Ofar
á skránni voru: „Heima hjá
pabba“ (3183), „Tóbakstraðir“
(3182), „Írska-Rósa Abie’s“
(2329) og „Oklahoma“ (1804),
allar sýningartölur miðaðar við
laugardaginn 14. júní s. 1., þegar
„Heima hjá pabba“ fór fram úr
„Tóbakströðum". Auðvitað var
þetta merkisdagur vestan hafs, en
hér má einu gilda um daginn og
sýningartölur, sem áhorfendur í
milljónabæjum Ameríku sprengja
upp úr öllu valdi. Það er jafnan
varhugavert að velja leikrit til
sýningar eftir því líkum meta-
skrám, enda féll „Blúndur og blá-
sýra“ ekki í góðan jarðveg hér. —
Annars skal það ósagt látið, hvort
dálítið önnur leikmeðferð hefði
ekki getað bjargað leiknum fra
falli, því þrátt fyrir allt er leik-
urinn hnyttilega samansettur reyf'
ari. Það var eins og öll leikstjórn-
in væri miðuð við það eitt, að setJa
sem mestan og sterkastan veru-
leikablæ á fjarstæð og stórýkt
leiksatriði. Leikendur kiknuðu 1
umhverfi, sem var þeim ja^n
ókunnugt og landslag í tunghnu-
Áhorfendur vissu ekki, hvort þeir
voru heldur að horfa á hræðilegan
harmleik með spaugilegum atvik-
um um ættgengt brjálæði, e®a
gamanleik með hræðilega nuS'
heppnuðum stælingum úr amer-
iskri glæfrakvikmynd.
Hvar er þá íslenzk leiklist a
vegi stödd, þegar helzta leikféla^
landsins sýnir æ ofan í æ útlenz
leikrit, en íslenzk leikrit ekki nema
endrum og eins? Það er síður en
svo, að ég vilji amast við klassis
um leikritum og beztu verkum u