Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.10.1947, Blaðsíða 74
298 SALAZAR EIMREIÐIN vera færir um að virða sameiginlegar réttarreglur og demókratísk stjómarlög. Á meðan hætta sé á, að æðsta vald landsins lendi í hers höndum, hafi hann t. d. ekki séð ástæðu til í fyrstu að sækja fyrir Portúgal um inntöku í UNO (Sameinuðu þjóðirnar), enda þótt ýms önnur smáríki, eins og t. d. Líbería, hafi talið sig hæf til þess. Nú hefur þó Portúgal sótt um upptöku. Portúgal hefur um langt skeið verið í mjög nánu sambandi við Breta og notið sérstakrar verndar þeirra. Gegn ráðum þeirra settu Portúgalar þó konung sinn af árið 1910 og stofnuðu lýðveldi undir „frönsku lýðræði“, sem þá var enn í tízku, þótt það liafi síðan verið dæmt óhæft, með því að það hefur á stuttum tíma eyðilagt fjárhag og stjórnlegt siðferði allra ríkja, er því fylgdu. Samkvæmt frönsku lýðræði er æðsta vald ríkisins í höndum andstæðra hags- munaflokka, en ríkisheildin óvirk, valdalaus og varnarlaus. — Þetta fyrirkomulag sigldi auðvitað fjárliag portúgalska lýðveld- isins í strand á skömmum tíma og gerði þingið óstarfhæft, svo að ríkið missti allt traust, bæði inn á við og út á við. Lánardrottnar höfðu þá heimtað, að settur yrði fjármálaráðherra, sem eittlivert skynbragð bæri á fjármál. Og var þá dr. Salazar fengið þetta embætti árið 1926, því að hann var þá prófessor í hagfræði. En þegar flokkarnir vildu ráða og fá að reka hrossakaupabrask eitt í þinginu eftir sem áður, tók Salazar hatt sinn og kvaddi. En þar sem enginn þorði nú lengur að trúa Portúgölum fyrir tu- skildingsvirði, urðu þeir að grátbæna Salazar um að taka sætx sitt aftur. Lét liann loks til leiðast með þeim skilyrðum, að liann setti þá landinu nýja stjórnarskrá, sem veitti honum einræðilegt neyðarumboð um óákveðinn tíma. — Hag landsins og álit reisti Salazar svo við á fáum árum. En hann — eða þó kannske öllu heldur lánardrottnarnir — hafa enn í dag ekki þorað að sleppa taumhaldinu, af ótta við, að flokkarnir næðu þá aftur tökum, ætu ríkið út á húsganginn og spilltu enn á ný viðskiptalegu trausti landsins. Brezkt heimildarblað að þessum línum segir Salazar vera 64 ára. En tveimur öðrum heimildum ber saman um, að hann se fæddur árið 1889. Eftir því ætti hann að hugsa sér að sitja enn að ríkjmn um 12 ára skeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.