Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Blaðsíða 86

Eimreiðin - 01.10.1947, Blaðsíða 86
310 RADDIR EIMREIÐIN áreiðanlega að sætta okkur við það, að aðrar þjóðir kunni að hafa fráleitar hugmyndir um land vort og þjóð. Það er ekki á voru valdi að breyta hnattstöðu landsins. Stærri þjóðir en okkar verða að sætta sig við rangar hugmyndir um sig. Jafnvel Englendingar urðu að þola, að Þjóðverjar teldu þá úrkynjaða vesalinga á tíma nazismans. Mér er ekki með öllu grunlaust um, að sú skoðun hafi náð útbreiðslu. Og Bretar urðu að heyja blóðuga styrjöld til þess að sýna Þjóðverjum fram á, að þeir voru enn með fullum þrótti. Um dæmi þessu lík mætti skrifa stóra bók, en ég læt þetta nægja. Hver sæmilega siðmenntur maður mun hika við í skoðunum sínum og beiðast afsökunar á van- þekkingu sinni, er hann verður hennar var, likt og kemur fram í frásögn Steingríms Arasonar kénna/ra, sem greinarhöfundurinn vitnar til. Sjálfur hef ég rekið mig á vanþekkingu annarra þjóða á Islandi og Islendingum. Vetur- inn 1917 var ég heimilismaður á bóndabýli á sunnanverðu Sjálandi. Ég vildi kynnast dönskum bændum og lífi þeirra. Á heimili þessu naut ég framúrskarandi aðbúð- ar. Þarna var gamalt og ungt fólk, eins og gengur. Yngri menn- imir kunnu góð skil á íslandi og tslendingum, en voru ekki lausir við rangar hugmyndir um stærð landsins o. fl. En það, sem þeir áttu verst með að átta sig á, var, að svo fámenn þjóð, „ikke flere end paa Frederiksberg", eins og þeir orðuðu það, skyldi hugsa til sjálfs- forræðis. A þessu heimili var aldraður „Sognefoged“ eða hreppstjóri. Hann trúði mér fyrir því, eftir að við vorum orðnir góðir vinir, að liann hafi lialdið, áð von væri á eskimóa, þegar mín var von þang- að. Hann varð svo bersýnilega for- viða, þegar ég kom, að ég tók eftir því, þótt ég vissi elcki þá, af liverju það var. Þetta dæmi, sem ég læt nægja, sýnir bezt, að vöntun á fræðslu er aðalástæðan fyrir röngu áliti á þjóðum og löndum. Vera má, ef ég hefði komið frá landi, sem Gullland hét, hefði þessi aldraði heiðursmaður búist við að kynnast syni einhvers mílljóna- mærings. Yngri kynslóðin hafði fengið aðra og fullkomnari fræðslu, og þess vegna vissu þeir, að Islendingar eru germanir, lík- lega blandaðir keltum. Svipað þessu mun vera ástatt um þekkingu manna á íslandi mjög víða. Þeir, sem rétta fræðslu fá, munu vita rétt, en þeir sem enga fræðslu fá eða ranga, vita rangt, og svo mundi vera, hvað sem landið héti. — Athugum nú sögulega hlið þessa máls. Frá því er land vort byggðist, hefur það heitið ísland og þjóðin íslendingar. Það hefur að sjálf- sögðu enga þýðingu, hvaða nöfn hinir ýmsu sæfarendur gáfu land- inu áður. Landið hefur þau 1073 ár, síðan fyrst hófst skipulegt landnám, borið nafnið ísland, og það er orðið samgróið vitund þjóð- arinnar, að hún sé íslenzk. Það má telja til flóttaeinkennanna, er mönnum dettur í hug að hætta að vera íslendingar. Nafnið ísland er réttnefni. Jöklar íslands eru staðreynd. Það er og staðreynd, að íshafið liggur upp að nyrstu töngum landsins og ísinn er na-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.