Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Síða 78

Eimreiðin - 01.10.1947, Síða 78
302 EIMREIÐIN SÝN „Það er ekki rétt hjá þér“, 6varaði ég. „Sannleikurinn er sá, að ég fylgtli ráðleggingum læknÍ6Íns þíns í laumi, þó svona illa tækist til“. Hvaða lygi er svo hatröm, að konan geti ekki brugðið henni fyrir sig, þegar hún þarf á að halda! Mæðurnar skrökva að börnum sínum til þess að friða þau, eiginkonurnar að feðrum barna sinna til þess að sefa þá. Við erum aldrei lausar við að nota okkur ueyðarlygina. Með blekkingum mínum gat ég komið á sáttum milli manns- ins míns og Dada. Ég hafði dulið manninn minn hins sanna, vegna þess að Dada hafði eggjað mig á það, og Dada ásak- aði sjálfan sig fyrir. Og mann- inn minn iðraði þess að liafa ekki farið að ráðum bróður míns undir eins. Loks varð það að samkomu- lagi milli þeirra og mín, að enskur læknir var 6Óttur, og liann skar upp á mér vinstra augað. En það auga var þá orðið of veikt til að þola á- reynsluna, og ég varð brátt alveg blind á því. Smám sam- an dofnaði svo sýnin á hægra auganu einnig, og ég sat eftir í myrkrinu. Eitt sinn, er maðurinn minn sat hjá mér, þar sem ég lá veik í rúmi mínu, sagði hann upp úr eins manns hljóði: „Ég get ekki lýst því, hvað ég skamm- ast mín gagnvart þér, Kumó, því það er mín sök, hvernig komið er með augun þín“. Ég fann grátstafinn í rödd hans, og þá tók ég utan um hægri hönd lians með báðum mínum og sagði: Hvers vegna segirðu þetta! Þú gerðir ná- kvæmlega það, sem rétt var. Þú hefur ekki gert annað en það, sem þú hafðir rétt til, og farið eftir beztu samvizku. Hugsaðu þér, ef einhver ókunn- ur læknir hefði komið og svift mig sýn; hvaða huggun hefði mér þá verið búin? En nú veit ég að allt liefur snúizt til góðs, og mín mikla huggun er sú, að það er í þínum höndum, sem sjón mín liefur glatazt. Þegar Ramchandra átti einu lótus- blómi of fátt til að fórna guði, þá bauð hann fram bæði augu sín fyrir lótusblómið. Og ég hef gefið guði mínum augun mín. Hvenær sem þú sérð eitt- livað, sem gleður þig, þá þakk- aðu mér það, og þakkir þínar skulu verða mér heilög fórn og gjöf fyrir þá fegurð, sem þu færð að sjá. Ég fullyrði auðvitað ekki, að ég liafi sagt allt þetta þarna og í þetta skipti; því það er ekki hægt að tala um þessa hluti óvænt og undirbúningslaust. En
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.