Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Blaðsíða 85

Eimreiðin - 01.10.1947, Blaðsíða 85
kimreiðin RADDIR 309 og veröur væntanlega að sitja uppi með það“, bætti hann við. „Því þá það?“ spurði kona hans; „önn- ur lönd skjpta um nöfn; hvers vegna skytdi ekki ísland gera eins?“ Þeirri konu vöfðust aldrei rökin, og alltaf gekk hún beint að kjarna hvers mals. Mér er óhxtt að fullyrða, að þegar umræðum sleit, hafði hún sannfært okkur báða um það, að vegna sinna eigin hagsmuna bæri íslandi að skipta um nafn. En þá er val nafnsins. í hinni prýðilegu bók sinni, PIONEERS OP FREEDOM, hcurmar Svein- björn prófessor Johnson það, að Island skyldi hljóta þetta kalda uafn, en huggar sig við hitt, að það hafi nauðulega sloppið við að nefnast Smjörland; og skárra sé það þó að heita íslendingur en Smjörlendingur. Hvað mundi sá ágæti maður hafa sagt úm að verða Sóllendingur eða Sóleying- ur? Þessi nöfn hefur mér ávallt fundizt að væru hvort um sig ekki annað en liagleg vasaútgáfa af hinni klassisku áminningu Lud- Vlgs Davids: „Hina heiðruðu kaupendur bið ég aðgæta, að ein- ungis það export-kaffi er gott og e9ta, sem er með minni undir- skrift". Þau minna á íslenzkan forleggjara, sem hefur gefið út lélegar bækur (eða sæmilegar bækur, en þá gefið þær illa út) °9 þarf því að skruma. Hvernig xtli að sunnlenzkir bændur hefðu kunnað við það síðastliðið sumar heita Sóllendingar og sjá svo ekki sólina vikum eða mánuðum saman? Hvað skyldi vera athugavert við uafnið Eyland? Það kostaði Sókrates lífið, að hann krafðist raka. Ég vona, að Egill Hallgrímsson sleppi betur frá sömu sökinni. Sn. J. ÍSLAND. í júll—septemberhefti Eimreið- arinnar 19U7 birtist grein, sem nefnist ísland — Eyland. Grein- arhöfundur nefnir nokkur dæmi um þekkingu erlendra manna á íslandi og íslendingum. Öll dæm- in, sem tilgreind eru, sýna það eitt, að þeir, sem skoðun slna láta þama í Ijós, eru harla fáfróðir um eina helztu menningarþjóð Norðurálfunnar, þótt fámenn sé. Álit manna á öðrum löndum og öðrum þjóðum byggist fyrst og fremst á þeirri fræðslu, sem við- komandi fá um lönd og þjóðir'. Alls ekki á því, hvað landið eða þjóðin heitir, sem um er að ræða. í .Öðru lagi skapast álitið af við- kynningu. Fyrrum mun það hafa verið álit margra sunnan til í Evrópu, að öll Norðurlöndin væru lítt byggi- leg fyrir ís og kulda, og þeir, sem þar hefðust við, væru menningar- snauður lýður. Ekkert þessara landa ber nöfn, sem fela í sér ís- heiti, og ekkert í nöfnunum minn- ir á kulda. Ef til vill kann enn að eima eftir af þessum hugmynd- um meðal alþýðu manna í suð- lægum löndum, en það skiptir ekki máli í þessu sambandi. 1 öllum tilfellum er slíkt álit sprottið af fáfræði. Það virðist næsta haldlaus álykt- un að búast við því, að álit út- lendinga væri betra á landi voru, eða þekkingin meiri, þótt landið héti annað en ísland. Við verðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.