Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Page 48

Eimreiðin - 01.10.1947, Page 48
272 GLÆÐUR eimreiðin — Er maðurinn þinn ineð þér hérna? — Nei, sonur mimi er með mér. Hann varð kandidat. i vor, — læknir. — — Ja, sei — sei, hvað er að lieyra, sagði ég, — svona óralangt síðan þú hvarfst héðan. Og þú alltaf jafn ungleg og spengileg, Unnur! — Engin látalæti, Indriði minn, en það er satt, eg er ekki verulega gömul. Vona ég verði það aldrei, því það á ekki við mig. — Og þú hefur aldrei fengið þér konu? — Nei, hvernig átti ég að gera það, fyrst þú varst ófáanleg til þess. Tvo menn tókstu fram yfir mig. Það var að minnsta kosti einum of mikið. — Ó, hvað það er hryggilegt að heyra þetta. — Unuur leit ú mig — þessu gamla, ertnislega, en samt, jafnframt, hlíða augna- ráði sínu. Augun voru jafnbrún og fyrr, en örlítið þreytulegri. ' Það er sárt að hafa eyðilagt þig, elskulegi Indriði minn, tryggða- tröllið. En annars ertu prýðilega útlítandi, maður á þínum aldri. — Ég hef alltaf lifað eins og engill, sagði ég, — eða svo nia það heita. — Það liggur við að ég trúi þér, sagði hún. —- En hér er hár- greiðslustofan. Við hittumst seinna, vertu nú bless, á meðan! — Ég hallaði mér út af í legubekk, þegar heim kom, og kveikti mér í pípu. Ég var að hugsa um Unni. Hugurinn reikaði uin þrjátíu ár aftur í tímann. Það var seint um haust, stríð suður í Evrópu, bann á íslandi, óáran í mannskepnunni um víða veröld, eins og svo oft, f>rr og síðar. Á Austurstræti rann bifreiðaþvagan fram og aftur. Þá v£,r ekki einstefnuakstur, og menn þvældust liver fyrir öðrum. Gataö var dálítið blaut eftir rigningu, sem nú var stytt upp að mestu, glampaði á hana af Ijósunum. Mjög margt fólk var úti og nserrJ |>ví stórhættulegt að komast yfir þvera götuna. Ég tróð mér gegnum þvöguna, upp eftir götunni vinstra me£in' Ég var með tvær flöskur af dágóðu, óleyfilegu víni í vösunun1’ ■og innihaldið úr einni innan í mér, bæði í maga og kolli- ^ at

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.