Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.10.1947, Blaðsíða 76
300 SÝN eimreiðin um einum við — og engum öðrum. En frá þeim degi, að deilan stóð út af minni lítilmótlegu persónu og sjúkleika mínum, hélzt þykkjuþungi milli Dada og eiginmanns míns. Svo var það eitt sinn síðla dags, að ég fékk óvænta lieim- sókn. Dada kom með lækni til að líta á mig. Læknirinn skoð- aði vandlega í mér augun og var alvarlegur á svipinn. Hann sagði, að hættulegt væri að draga lengur aðgerðir til bóta, skrifaði lyfseðil, og Dada lét senda eftir meðulunum þegar í stað. Þegar læknirinn var far- inn, grátbændi ég Dada að vera ekki að skipta sér af þessu máli. Læknisvitjanir á laun myndu ekki hafa annað en illt í för með sér. Ég var eiginlega hálfundr- andi á því með sjálfri mér, að ég skyldi hafa hugrekki til að tala þannig til bróður míns. Ég hafði jafnan verið hálfhrædd við liann. Ég er líka viss um, að Dada varð hissa á dirfsku minni. Hann þagði um stund, en sagði svo: „Gott og vel, Kumó. Ég skal ekki kalla á lækninn oftar. En þegar meðul- in koma, verður þú að nota þau“. Síðan fór Dada. Meðulin komu fljótlega frá lyfjabúðinni. Ég tók þau öll eins og þau lögðu sig, ásamt leiðarvísunum um hvernig ætti að nota þau — og fleygði öllu saman í sorp- gryfjuna! Manninum mínum hafði gramist afskiptasemi bróður míns og tók nú að leggja enn meiri rækt við að lækna í mér augun en nokkru sinni áður. Hann reyndi allskonar meðul. Ég batt fyrir augun á mér, eins og hann lagði fyrir, bar lituðu gleraugun, sem liann ráðlagði, notaði alla þá dropa hans og duft, sem hann kom með. Ég tók meira að segja inn lýsið, sem hann var að gefa mér, þó að mér lægi við uppsölum af því. 1 livert skipti sem hann kom heim frá spítalanum, var hann vanur að spyrja áhyggjufullur um líðan mína. Og ég var vön að svara, að mér liði mikið bet- ur. Ég varð sannnefndur sér- fræðingur í sjálfsblekkingum- Þegar ég fann, að vatnsrennslið úr augunum fór í vöxt, hugg' aði ég mig við, að það væri ágætt fyrir augun að losna við svona mikið af óhollum vessum, og þegar vatnsrennslið minnk- aði, þakkaði ég það snilli mannsins míns, og var hreykin af honum fyrir. En það leið ekki á löngu, að kvalirnar í augunum vrðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.