Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.10.1947, Blaðsíða 42
266 GIRNDARAUGA Á SVALBARÐA EIMREIÐIN svo samningar milli frú Kollontay, þáverandi sendiherra Rússa í Noregi, og norsku stjórnarinnar, og þeim lauk á þann óvænta hátt, að Rússar viðurkenndu samninginn frá 9. febr. 1920 og féllu frá kröfum sínum um breytingar á náinulögunum, með yfirlýs- ingu, er þeir gerðu 19. febrúar 1924. Þar með var fengið sam- þykki allra lilutaðeigenda. Og nú fyrst samþykkti Stórþingið samninginn fyrir sitt leyti og setti lög um stjórn Svalbarðs, árið 1925. Samkvæmt þeim er Svalharði hluti af norska ríkinu, en hvorki lijálenda né nýlenda, og þykir þetta ákvæði orka tvímælis, vegna þess að fullveldi Norðmanna yfir Svalbarða er ekki skilyrðislaust, eins og áður segir. Yfir Svalbarða var settur sýslumaður, og er hann æðsti valdsmaður eyjanna. Þá var og komið skipun á læknamál og kennslumál, og betri reglu komið á samgöngurnar en áður hafði verið. Norðmenn höfðu sett upp loftskeytastöð í Grænuliöfn, sem er vík við sunnanvert mynni ísafjarðar, árið 1911, en Svíar aðra við námur sínar í Bragansaflóa, en svo heitir innsti hluti Bellsunds. Drógu þessar stöðvar til Noregs og Svíþjóðar, en í sambandi við þær voru nokkrar smástöðvar, sem eigi náðu til meginlandsins. KOLAGRÖFTURINN FER VAXANDI. Um það leyti sem Norðmenn tóku við stjórn Svalbarða, voru sex námufélög starfandi þar, nefnilega „Store Norske Spitzbergen Kulkompani“ við Longyearbæ í Aðventuvík við Isafjörð, „Kings Bay Kulkompani“ við Nýja-Álasund í Konungsfirði og „A/S Björnoya" á Bjarnarey. Þessi þrjú félög voru norsk. En útlendu félögin voru: „Svenska Stenkol-A.b. Spitzbergen“, sem rak Svea Gruver við Bragansaflóa í Bellsundsbotni, „Nederlandsche Spitz* bergen Compani“ við Barentsburg lijá Grænliöfn, og brezk- rússneska félagið „Anglo-Russian Gruinant Co“ við Isafjörð. Fjór- ar af þessum námum eru við ísafjörð sunnanverðan, en liann er stærsti fjörður á Spitzbergen og skerst inn í mitt landið að vestan. Bell-sund er um 30 km. sunnar og Konungsflói um 80 km. fyrir norðan Isafjörð. Þessi félög fluttu út 420,000 smálestir af kolum árið 1924; af því komu 240,000 frá norsku félögunum. Og um 1400 menn unnu þar þá, allir norskir, nema 200 Svíar. En kolaverð var lágt næstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.