Eimreiðin - 01.10.1947, Blaðsíða 40
264
GIRNDARAUGA ÁSVALBARÐA
eimreiðin
og sendu herskipið „Svetlana“ til Spitzbergen; hafði verið lagt
fyrir foringjann að draga upp fána Rússlands hvarvetna þar, sem
menjar sæjust um, að rússneskir veiðimenn hefðu haft bækistöð.
Þegar lierskipið koin til Rússahafnar, á sunnanverðri Bjarnarey,
og ætlaði að fara að draga upp fánann, hrakti Lerner, foringi
þýzka leiðangursins, hann á burt þaðan. Rússinn lét nndan síga
og sigldi til norðurodda Bjarnareyjar og setti þar upp töflu með
áletruninni: „Rússnesk eign“. Urðu orðsendingar milli Þjóðverja
og Rússa um þetta mál, en það féll niður, og hvorug þjóðin reyndi
að helga sér Bjarnarey eftir það.
Þetta sýndi eigi að síður, að eigi mátti dragast lengi að gera út
um eignarréttinn yfir Spitzbergen og Bjarnarey. Norðmenn ótt-
uðust, að eitthvert stórveldanna mundi lielga sér eyjarnar þá og
þegar, án þess að spyrja Norðmenn, sem bæði liöfðu hagnaðar-
legan og landfræðilegan rétt til eyjanna: samkvæmt síðari kenn*
ingum um, að lieimskautasvæðin skuli teljast til þeirra landa, sem
eiga strönd sunnan að þeim eða norðan, fellur Svalbarð undir
Noreg, en ekki Rússland, því að lengdarstigin 10—25, sem Sval-
barð liggur á milli, falla öll um Noreg. •— Norska stjórnin tók
málið upp á ný árið 1907 og sendi stjómum Þjóðverja, Hollend-
inga, Dana, Breta, Frakka, Svía, Rússa og Belga erindi, þar sem
bent var á, hvílík vandræði gætu hlotizt af því, að engin lög eða
réttur væri á Spitzbergen. Lögðu Norðmenn til, að ráðstefna skyld1
kvödd saman til að ræða málið. öll ríkin studdu þessa tillögn
nema Belgía, sem kvaðst engra hagsmuna þurfa að gæta í sam-
bandi við Spitzbergen.
Norska stjórnin gerði nii yfirlit um málin, sem rædd skyldu,
og sænska stjórnin lagði til, að þau lönd, sem einkum hefðu hagS'
muna að gæta á Spitzbergen, skyldu gera ákveðnar tillögur 1
málunum, sem lagðar skyldu fyrir ráðstefnuna. Þetta var svo gert
á fundi þessara þriggja ríkja, sem haldinn var í Kristjaníu 1910-
Var gert uppkast í 77 greinum og sent hinum stjórnunum til álita,
og að fengnum athugasemdum þeirra var svo nýtt uppkast gert
1912. Samkvæmt því skyldi Spitzbergen verða „no mans land ,
með jafnrétti fyrir allar þjóðir til að reka þar útveg og stunda
vísindarannsóknir. Alþjóðleg nefnd, skipuð fulltrúum frá Noregi,
Rússlandi og Svíþjóð, skyldi annast yfirstjórn eyjanna. Málum
mátti skjóta til sérstaks yfirréttar. Skyldi formaður hans vera fra