Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.10.1947, Blaðsíða 60
284 SÓL OG SUMAR Á HÚNAFLÓASTRÖNDUM EIMREIÐIN þessum slóðum. Yið ökum inn með Steingrímsfirði í björtu veðri. Bæjarfell blasir við handan fjarðarins. Undir því sést húsaþyrp- ingin á Drangsnesi og Grímsey þar fyrir framan. Steingrímsfjörð- ur er langmestur fjörður á austanverðum Vestfjörðum. Er hann um 24 km. á lengd og gengur til vesturs inn í hálendið. Stein- grímsfjarðai-fjöllin eru fremur lág. Hallast klettar og jarðlög öll talsvert niður að firðinum, líkt og allt liafi verið að sporðreisa6t einhvern tíma í grárri forneskju. — 1 Hólmavík hópast krakk- arnir að bílnum, eins og fullorðna fólkið sækir niður á liafnar- garðinn í Reykjavík, þegar skip koma eða fara. Við Gröntved (eða Jóhannes frá Grænuskógartungu, eins og liann útskýrði nafn sitt og oft var nefndur nyrðra) héldum beint á gistihúsið, en þar ræður ung stúlka ríkjum. Um kvöldið kom bátur frá Djúpuvík. Varð þá húsfyllir og sunium komið fyrir úti um bæ. Heldur kváðu gestirnir dauft á Djúpuvík og stopula atvinnu, vegna síldar- leysis. Á Hólmavík biðu tómar tunnur og bryggjur, en þangað var ekki komin nokkur branda. Síldin er dutlungafull. Hún vildi alU ekki vestur á bóginn í sumar. Vonandi situr hún kyrr á skák sinni. eins og Láfi, framvegis og sækir livorki of langt austur né vestur. Grýtt er við Hólmavík. Rétt fyrir ofan eru gráir klettahryggir 1 röðum. Snúa þeir frá SV.—NA. og eru gróðurlausir eða suniir vaxnir grámosa og skófum. Milli þeirra eru lautir og geilar vaxnar firnungi (nardus) og grasi. Lágar, skriðular birkiliríslur sjást a víð og dreif í lautarbörmunum — innanum grjótið og klettana, rétt ofan við kaupstaðinn. Þar er líka ákaflega grösugur, girtur reitur, sem eitthvert félag á. Engin hrísla sést þar, en undafíflar ná manni í mitti. Konur á Hólmavík liafa í hyggju að koma upp trjáreit og blómagarði við bæinn; sennilega rétt ofan við benziu- geymana. Er þar laust við særok og klettaliæð til skjóls og prýðis- Birki og víðir geta eflaust þrifist þar vel, einnig ribs, en ekki mætti vænta verulegra berja af því. 1 kaupstaðnum sáum regnfang, venusvagn, úlfabaunir (lúpínur), kornblóm, stjúpur og fiðrildablóm (nemesíur) í góðum vexti, þar sem hlé er fyrir s08 roki. Geta mörg harðgerð skrautblóm sennilega dafnað þar. Garð rækt er ennþá lítil á Hólmavík og annarsstaðar við Steingnui8 fjörð. Samt voru töluverðir kartöflugarðar innan við bæinn. Er kartöfluræktin sennilega misfellasöm, en samt munu mörg heinu geta liaft nóg handa sér, ef ræktuð eru fljótsprottin afbiigð1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.