Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Side 11

Eimreiðin - 01.10.1952, Side 11
eimreiðin VIÐ ÞJÓÐVEGINN 227 hefur aldrei gert. En hagsmunir hennar og annarra þjóða geta stundum valdið árekstri, og svo er nú. Er Landhelgismál skemmst að minnast löndunarbanns brezkra og löndunarbann. útgerðarmanna á fiski íslenzkra togara, út af því að íslendingar hafa víkkað landhelgi sína. Og mátti þó sú framkvæmd ekki lengur dragast, þar sem þurr- ausin voru orðin að fiski svo að segja öll hin gömlu og þekktu mið vor umhverfis landið. Hin nýja útfærsla landhelginnar kemur að sjálfsögðu harðast niður á íslendingum sjálfum, þó að reynt hafi verið að læða þvi inn hjá brezkum almenningi, að íslenzku togararnir veiði innan þeirrar sömu nýju landhelgi, sem brezkum sé meinuð að viðlögð- um stórsektum og sviptingu afla og veiðarfæra. Hefur vikublaðið ..The Fishing News“, málgagn brezkra útgerðarmanna, gengið ötullegast fram í því, að breiða út þennan falska og hættulega áróður. Hann minnir á landráðaskrifin, sem erlendur vandræðamaður einn kom á framfæri í ensku blaði á styrjaldarárunum, um ís- ienzka fiskimenn og útgerð, er urðu völd að misskilningi og leið- indum. Nú eru það brezkir útgerðarmenn, sem tekið hafa upp refsiaðgerðir, en ekki brezka þjóðin sjálf. Það orkar mjög tví- niælis, hversu þakklát hún er þeim fyrir framkomu þeirra í garð íslenzkra fiskimanna, sem ekki hafa unnið annað til saka en að fara að lögum lands síns. Veitir sannarlega ekki af, að íslenzka sendiráðið í London sé vel á verði, mótmæli jafnharðan blaða- éróðri gegn landhelgislögunum og reki ofan í málgögn brezkra htgerðarmanna skaðlegar rangfærslur. Greinir þær, sem hr. F. Huntley Woodcock hefur ritað og bréf, sem nokkrir fleiri Englend- ingar og Skotar hafa ritað í blöð þar í landi gegn þeim rangfærsl- um og áróðri, eru oss mikils virði og verða aldrei fullþökkuð. En betur má, ef duga skal, því að vald blekkinganna er mikið og þjón- ar þess herskáir. Annars er staða vor á jarðarkringlunni sú, nú sem áður, að vér hljótum að hafa víðtæka samvinnu við hinar engilsaxnesku þjóðir. þess að vænta, að ýfingar nokkurra brezkra útgerðarmanna veiki ekki traust vort og álit á hinni brezku þjóð. Vér megum ekki láta bolabrögð nokkurra manna spilla því áliti og þeirri virð- \nSn, sem brezka þjóðin nýtur í augum yfirgnæfandi meiri hluta Islendinga. Þó verður því ekki neitað, að þessi bolabrögð eru vatn a myllu þeirra fáu hér á landi, sem vilja vinsældir Engilsaxa sem ^innstar. Þrátt fyrir hersetu Breta hér í síðustu styrjöld, héldu

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.