Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Blaðsíða 13

Eimreiðin - 01.10.1952, Blaðsíða 13
eimreiðin VIÐ ÞJÓÐVEGINN 229 oss til að vera með, ef til vill aðeins af einskærri kurteisi. En þá er ekki að sökum að spyrja. Landinn er svo gjarn Daðrið við á að leggja eyrun við áliti erlendra manna, og álit erlendra. daðrið við álit erlendra er eitt algengasta veik- leikamerki vort gagnvart umheiminum. Varla kemur svo hingað erlendur trúður eða hoppfögur paðreimspíka, hvað þá meiri háttar menningarfrömuður, að ekki sé spurt um, hvaða álit þau hafi á landi og þjóð. Svarið, sem er venjulega meiningarlítið lof, er síðan birt sem goðsvar væri. Vert er þó að geta þess, að þetta ofmat vort á skyndiskrafi erlendra ferðalanga, sem oft og einatt þekkja sáralítið eða ekkert til lands og þjóðar, er heldur í rénun. Margt af þessu fólki kemur hingað beinlínis til að græða hér peninga með því að sýna hér listir sínar og er því eðlilega mjúkt á manninn. Ætlunin mun nú að vísu sú með kom- um erlendra ferðamanna hingað, að þjóðin hafi af þeim nokkurn hagnað. Sá hagnaður virðist þó enn sem komið er harla lítill, eftir skýrslum Hagtíðindanna að dæma, sem óhætt mun að taka gildar. í októberhefti þeirra þ. á. er skýrsla um, hve miklu nam gjaldeyrir frá erlendum ferðamönnum, sem heimsóttu ísland árið 1951, og reyndist hann 1,1 millj. króna. í sömu skýrslu gefur að líta gjald- eyri, sem veittur var til utanfara íslendinga sama ár. Reyndist hann 17,4 millj. króna. Hallinn á þessum greiðslujafnaðarlið ein- um við útlönd, þetta eina ár, er því hvorki meira né minna en 16,3 millj. króna. Ekki mun árangurinn hafa orðið betri á árinu, sem nú er að líða. Enda hefur sjálf Ferðaskrifstofa ríkisins, sem mest átti að stuðla að komum erlendra ferðamanna hingað og hefur til þess einkaleyfi, reynzt sérstaklega mikilvirk á þessu ári við að koma landanum af stað í siglingar, sbr. Spánarför Heklu o.fl. Sjálfsagt er að taka vel á móti erlendum ferðamönnum, sem hingað koma, þó ekki svo, að þeir fái ekki tóm fyrir veizlum og hoðum, til að kaupa hér minjar um komu sína hingað fyrir þann gjaldeyri, sem þeir fá með sér heiman að, eins og einn ferðamanna- hópurinn af Norðurlöndum kvartaði undan hér í sumar, að hann hefði ekki fengið. En það er hálflítið manntak í því að gleypa við öllu gaspri og gullhömrum, sem erlendir ferðamenn kunna að híta um oss falla í blaðaviðtölum eða á annan hátt, eins og væri Uro opinberun að ræða. Hví skyldi oss ekki lærast að gera upp á miHi þess, sem er gull og gylltur leir í þessum efnum sem öðrum °g velja það bezta úr erlendri menningu, en láta það lakara sigla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.